Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 10
H j á l m a r S v e i n s s o n 10 TMM 2009 · 1 Rétt er að muna að hér er um að ræða tímabil sem einkenndist ekki aðeins af miklu ríkidæmi heldur líka metnaði sveitarfélaga, byggingar- félaga og fjárfesta til uppbyggingar í takt við kröfur tímans um þéttingu byggðarinnar. Aldrei hefur verið byggt jafn mikið af íbúðar-, þjónustu- og atvinnuhúsnæði á jafn skömmum tíma á höfuðborgarsvæðinu. Aldrei hafa starfað hér á landi jafn margir arkitektar og skipulagsfræð- ingar með jafn víðtæka menntun úr jafn mörgum skólum. Þess vegna voru allar forsendur síðustu tíu árin til að hér risi einstök byggð sem setti nýja mælikvarða á Íslandi. Byggð þar sem sérstök áhersla væri lögð á að bæta umhverfi almennings; götur, torg, garða, gangstéttar, almenn- ingssamgöngur og umfram allt fallegar húsaraðir sem mynda skjól en ekki stóra skugga eða vindstrengi. Byggð sem væri vistvæn og skapaði jöfnuð frekar en að ýta undir félagslegt misrétti. Einnig hefði mátt búast við frábærum arkitektúr sem sækti innblástur til þeirrar sérstöku byggðar sem hér er fyrir en einnig til landslags, veðurfars og birtuskil- yrða. Vel má vera að einhvern tíma hafi þetta allt staðið til en það hefur þá algerlega mistekist. Höfuðborgarbúar sitja nú uppi með auðn nánast hvert sem litið er. En þar sem hefur verið byggt ríkir einsleitur „grá- gámaarkitektúr“ eins og Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hefur nefnt það. Skipulag sem virðist eingöngu hafa gengið út á að skapa sem mest byggingarmagn og mesta „umferðarrýmd“, svo notað sé orðalag úr verk fræði skýrslum. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru eflaust margvíslegar; pólitískar og efnahagslegar og kannski menningarlegar. Eitt af stefnumálum R- listans var að snúa við stjórnlausri útþenslu byggðarinnar, eða því sem kallast urban sprawl á ensku. Það voru góðar ástæður fyrir þeirri stefnu. Útþenslan veldur sóun á dýrmætu landi, kallar á mikla bílaumferð og endalaus umferðarmannvirki. Hún ýtir undir hnignun almennings- rýmis og aðgreiningu byggðarinnar í sundurslitin íbúðahverfi, þjón- ustuhverfi og atvinnuhverfi, auk þess sem slík byggð verður oft einsleit og óaðlaðandi. Útþenslan hefur valdið því að um 50% lands á höfuð- borgarsvæðinu fara undir umferðarmannvirki og helgunarsvæði bíls- ins. Hún hefur líka orðið til þess að umræða um skipulagsmál drukkn- ar í endalausum kröfum og deilum um umferðarmannvirki. Við þekkj- um það: Hringbrautin og fyrirhuguð Sundabraut og þráhyggjukenndur áhugi Sjálfstæðismanna bæði á þingi og í borgarstjórn að setja niður þriggja hæða mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut. TMM_1_2009.indd 10 2/11/09 11:27:24 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.