Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 11
S k i p u l a g a u ð n a r i n n a r TMM 2009 · 1 11 Þétting er andlaust orð Útþenslan verður að meinvarpi en ráðið við því heitir á Íslandi „þétting“. Í stað útþenslu, í stað þess að brjóta sífellt nýtt land undir byggð, skyldu vannýtt svæði, einkum úrelt iðnaðarsvæði í miðborginni og nálægt henni, byggð upp. Fyrirmyndin kom einkum frá Bretlandi og Banda- ríkjunum. Í Bandaríkjunum varð til skipulagsstefna sem kallast „new Urbanism“ eða ný borgarstefna. Markmið hennar er að endurreisa hina klassísku borg þar sem landið er nýtt undir þétta, blandaða byggð. nýja borgarstefnan er í raun endurreisn gamalla gilda í borgarskipulagi. Árið 1993 héldu 2000 arkitektar og verkfræðingar þing í Chicago og stofnuðu samtök um þessa nýju borgarstefnu. Þing samtakanna sendi fyrir tveim- ur árum frá sér opinbera stefnu sem hljómar einhvern veginn svona: Við aðhyllumst skipulagsstefnu sem hefur það sem meginreglu að borgarhverfi séu fjölbreytt bæði hvað varðar mannfólk og starfsemi; að borgir og bæir skuli skipulagðir fyrir þá sem kjósa að fara fótgangandi leiðar sinnar, á hjóli, eða með almenningssamgöngum ekki síður en fyrir þá sem fara allt á bíl … Við hönnun nýrra hverfa skal tekið mið af sögu staðarins, veðurfari, vistkerfi og byggingar- hefðum. Í Bretlandi skipaði forsætisráðuneytið árið 1998 svokallaðan „Urban Task Force“ vinnuhóp undir forystu arkitektsins Richards Rogers. Verk- efnið var að greina „hnignun borgarmenningar“ og að setja fram fram- tíðarsýn um „afbragðs góða og vel hannaða borgarbyggð þar sem félags- leg velferð og ábyrg umhverfisstefna væri höfð að leiðarljósi“. Hópurinn setti fram tillögur í 105 liðum og mælti með því að 60% af nýbyggingum í breskum borgum næstu 25 árin yrðu byggðar með endurnýjun gam- alla borgarhverfa, aðallega úreltra iðnaðarhverfa. Hópurinn mælti einn- ig með því að 65% af opinberum fjárveitingum til samgöngumála yrði varið til að byggja upp almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga. Það segir sína sögu að viðmikil skýrsla sem hópurinn hefur gefið út í nokkrum hlutum, heitir „Towards an Urban Renaissance“. Í orðunum felst hvorki meira né minna en fyrirheit um endurreisn borgarinnar með þeim eftirsóttu lífsgæðum sem gott borgarskipulag býr yfir. Ekkert slíkt fyrirheit býr í íslenska orðinu „þétting“. Þétting er frekar andlaust orð. Það er áberandi í umræðunni um kosti þéttingar hér á landi hve nytjahyggjurökin hafa vegið þungt. Talað er um betri nýtingu lands, færri ekna kílómetra, meiri orkusparnað, minni rekstrarkostnað og þar fram eftir götunum. Þéttingarstefnan var sett formlega á dagskrá í svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið sem sam- TMM_1_2009.indd 11 2/11/09 11:27:24 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.