Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Qupperneq 13
S k i p u l a g a u ð n a r i n n a r TMM 2009 · 1 13 urra hæða „rússneska kumbalda“ eins ódýrt og mögulegt væri á lóðinni og selja. Í þessu tilviki gaf bæjarstjórinn sig ekki, jafnvel þótt það hefði verið freistandi vegna aukinna fasteignatekna. Með því að ganga að kröfunni hefði bæjarstjórnin í raun afsalað sér skipulagsvaldinu í bæjar- félaginu í hendur fjárfesta og verktaka. Hún hefði líka látið það viðgang- ast að byggingarfélag, sem tók sjálfviljugt þá áhættu að kaupa rándýra lóð, gæti velt áhættunni yfir á íbúa í lágreistum húsum í nágrenninu sem yrðu að sætta sig við að búa í skugganum af íbúðarturnum og stór- aukna bílaumferð í hverfinu þeirra. nákvæmlega það hefur gerst í stórum stíl á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin og eflaust miklu lengur. Einkaframtakið hefur alltaf rétt fyrir sér „Björgólfsfeðgar eru kóngar miðbæjarins“. Þessari fyrirsögn var slegið upp í blaðinu Sirkus 17. ágúst 2007. Með frétt inni í blaðinu fylgdi kort þar sem mikill fjöldi húsa, einkum milli Vatnsstígs og Frakkastígs og einnig milli Vitastígs og Barónsstígs var merktur þeim feðgum. Þeir höfðu keypt þau öll upp til að rýma fyrir miklum „þéttingaráformum“. Annars vegar ætlaði eignarhaldsfélag þeirra Samson Properties að byggja eitt stykki listaháskóla, hins vegar nýjan miðborgarkjarna með verslunum, þjónustu, veitingahúsum, kvikmyndahúsum og íbúðum og að sjálfsögðu fjögurra hæða bílageymslu. Björgólfur Guðmundsson átti líka Hampiðjureitinn og svo var hann stjórnarformaður eignarhalds- félagsins Portus sem hefur verið að byggja tónleika- og ráðstefnuhöllina á Austurbakkanum og ætlaði víst líka að skipuleggja og byggja upp fyrir hugað Reykjastræti sem átti að tengja tónleikahúsið við Lækjartorg. Við Reykjastræti áttu að rísa höfuðstöðvar Landsbankans, stórt hótel og svo stórhýsið WTCR, World Trade Center Reykjavík. Það stóð sem sé til að gera Ísland að einni að helstu miðstöð fjármálakerfisins í heiminum, rétt eins og helsti hugmyndafræðingur nýfrjálshyggjunnar Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafði boðað árið 2002 í bók sinni Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi? Þetta gekk ekki eftir og við sitjum uppi með mikla auðn og eitthvað sem líkist rústum. Enginn vafi leikur á að uppbyggingaráform Björgólfs Guðmundssonar voru mjög metnaðarfull. En það má spyrja hvort hann hafi ekki verið ofmetinn sem helsti hugs- uður og skipuleggjandi miðborgarinnar. Það er engu líkara en yfirvöld hafi afsalað sér sjálfu skipulagsvaldinu. Á vissan hátt er það þó rökrétt því það hefur verið ríkjandi skoðun, nánast trúarsetning, að árangur einkaframtaksins hljóti alltaf að vera betri en árangur hins opinbera. Að einkaframtakið hafi alltaf rétt fyrir sér. TMM_1_2009.indd 13 2/11/09 11:27:24 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.