Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 22
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 22 TMM 2009 · 1 höfn því fram að í góðærinu hefðu skáldin „orðið skrautskáld, skreyt- iskáld, hirðskáld. Það er hlutskipti skálda á glæsilegum tímum.“2 En hafi einhver ennþá haldið að íslenskir rithöfundar væru áhuga- lausir um það samfélag sem þeir lifa í – og hafi sá hinn sami ekki lesið nógu mikið af íslenskum samtímabókmenntum til að sannfærast um hið gagnstæða – þá hljóta atburðir síðustu vikna að hafa kveðið niður þá skoðun í eitt skipti fyrir öll. Það þarf ekki annað en nefna ólíka höfunda á borð við Einar Má Guðmundsson, njörð P. njarðvík og Hauk Má Helgason til að sýna fram á það. Sem fyrr fer mest fyrir skáldsögum og glæpasögum á íslenskum bókmenntavettvangi. Árið 2007 voru skáldlegar minningabækur áber- andi, en það fór minna fyrir þeim að þessu sinni. Þráinn Bertelsson sendi frá sér Ég ef mig skyldi kalla, framhald sinnar bestu bókar, Ein­ hverskonar ég. nýja bókin er ekki jafn sláandi hreinskilin og einlæg og sú fyrri en hún veldur ekki vonbrigðum. Óskar Árni Óskarsson er á svipuðum slóðum og Einar Már Guðmundsson og fleiri höfundar hafa fetað á undan honum með samfléttun sannfræði og skáldskapar í Skuggamyndum úr ferðalagi, lágstemmdri bók sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en kveikti ekki í þeim sem hér lemur lyklaborð. Undirtitill sögu Ólafs Hauks Símonarsonar, Fluga á vegg, er „sönn lygasaga“. Þar rifjar hann upp sögur úr bernsku sinni í vesturbæn- um, sögur af prakkarastrikum og ævintýrum, en líka af fátækt og flókn- um fjölskylduaðstæðum. Sagan er í nokkuð hefðbundnu formi endur- minninga þar sem fullorðinn sögumaður stendur þétt upp við aðal- persónuna og horfir yfir öxl hennar, þetta gerir söguna nokkuð nostalg- íska. Eins og svo oft áður fór í haust á kreik orðrómur um jólabókaflóðið, í ákafa og eftirvæntingu haustdaganna reyna menn að koma á flot stóra- sannleik, setningu sem náði utan um útgáfuna alla. Og stundum er íslensk bókmenntaumræða svo dásamlega fyrirsjáanleg. Í aðdraganda jólabókaflóðsins 2007 var viðkvæðið að árið væri dapurt skáldsagnaár – og viti menn, það var varla búið að ræsa prentsmiðjurnar síðastliðið haust þegar sá kvittur komst á kreik að árið 2008 væri einmitt alveg óvenjulega gott skáldsagnaár. Gott og vel – það kom út töluvert af góðum skáldsögum á árinu. Sem fyrr njótum við þess að eiga óvenju- marga góða skáldsagnahöfunda á sama tíma, þeir eru af ólíkum kyn- slóðum og koma að skáldsögunni úr ólíkum áttum. Og af því að þetta er yfirlitsgrein, og af því ég hef fengið á mig misjafnt orð fyrir að taka þátt í jafn hættulegum hlut og ritun yfirlitsrita, mun ég að þessu sinni fjalla um skáldsögur ársins í tímaröð eftir því hvenær atburðir og pers- TMM_1_2009.indd 22 2/11/09 11:27:26 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.