Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Qupperneq 30
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 30 TMM 2009 · 1 Þríleikir og glæpasögur Hér verður eins og áður er komið fram lítið fjallað um glæpasögur. Af þeim glæpasögum ársins sem ég hef lesið þykir mér Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson bera hæst. Ekki einungis er það vel fléttuð og spennandi glæpasaga heldur hefur Ævari tekist alveg ævintýralega vel að flétta kreppuna inn í söguna. Ævar hefur löngum verið ótrúlega næmur á hræringar í samfélaginu og sú saga sem hann segir af útrás- arvíkingum og fjárglæframönnum er enn ein sönnun þess. Og það er erfitt að neita sér um ofurlitla Þórðargleði yfir óförum nýríkra og sið- lausra sögupersónanna í þessari bók. En því er ég að nefna glæpasögur hér að tvær skáldsögur síðasta árs að minnsta kosti vinna með glæpasagnaformið á skapandi hátt. Aðal- söguhetja Vetrarsólar eftir Auði Jónsdóttur, Sunna, starfar á bókaforlagi sem gefur út mest selda glæpasagnahöfund landsins. Í tilefni af heim- komu hans er skipulagt námskeið fyrir fólk sem vill læra að skrifa glæpasögur og Sunna er fengin til að sjá um það. Verkefnið tekur hún að sér þótt hún sé treg, en það líður ekki á löngu áður en líf hennar sjálfrar fer að líkjast reyfara. Sunna hefur, rétt eins og Rán í samnefndri sögu Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, dvalið við nám í Barcelona og gömul vin- kona hennar frá þeim árum hverfur sporlaust í sögubyrjun. Leit Sunnu að henni flækir hana inn í heim alþjóðlegrar glæpastarfsemi. Þessi hlið sögunnar nær um veröld víða, teygir sig aftur í fortíðina og allt suður til Afríku. En sem mótvægi við hinn stóra heim er einkaheimur Sunnu. Sambýlismaður hennar er veðurtepptur söguna á enda vestur á Ísafirði og Sunna þarf að gæta sonar hans af fyrra hjónabandi. Vetrarsól er að sögn Auðar sjálfrar lokaþáttur í þríleik sem hófst með Fólkinu í kjallar­ anum og hélt áfram í Tryggðarpanti. Allar bækurnar þrjár fjalla um konur sem af einhverjum ástæðum taka að sér börn sem þær eiga ekki. Ef við tökum Auði á orðinu með þríleikinn varpar Vetrarsól nýju ljósi á fyrri bækurnar tvær. Í Vetrarsól er þetta samband konu og barns ennþá miðlægara en í fyrri bókunum og það er líka flóknara. Barnið er ekki bara það sjálft heldur er það líka tákn fyrir fjarveru sambýlismannsins og nærvera þess birtir smám saman brestina í lífi Sunnu. Algleymi Hermanns Stefánssonar er þriðja bókin í þríleik, líkt og Vetrarsól. Í þessu síðasta bindi ráðast örlög þeirra Guðjóns Ólafssonar og eiginkonu hans Helenu fögru sem lesendur þekkja úr fyrri bókum Hermanns, Níu þjófalyklum og Stefnuljósum. Algleymi er um margt flóknari og metnaðarfyllri en fyrri bækur TMM_1_2009.indd 30 2/11/09 11:27:26 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.