Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Qupperneq 33

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Qupperneq 33
F r á F l u g u m ý r i t i l f j á r m á l a k r e p p u TMM 2009 · 1 33 hennar þjáist af átröskun og hverfur um tíma til að forðast umhyggju móður sinnar og lækna. Ólíkt þeirri fjölleikahúss- og karnívalstemmingu sem var allsráðandi í Yosoy einkennist Skaparinn af nánum og yfirspenntum samskiptum fárra persóna í afmörkuðu rými, það er eitthvað leiksviðslegt við sam- skipti persónanna þótt átökin á milli þeirra snúist fyrst og fremst um frumkvæði og spennan felist ekki í lausn á flækju heldur miklu fremur í því hvort þau geti brúað fjarlægðina sem er á milli þeirra. Sagan er geysilega líkamleg líkt og margar fyrri bóka Guðrúnar Evu. Sveinn fer í gegnum megnið af bókinni illa slasaður á verkjalyfjum, átröskun dótturinnar snýst um mótun eigin líkama og kallast á við sköpun Sveins sem mótar dúkkurnar eftir þeim útlitsstöðlum sem eru að draga stúlkuna til dauða. Sköpunin í sögunni hefur þess vegna í sér neikvæða merkingarauka, það má lesa hana sem ólífrænt ferli, andstæðu lífræns vaxtar og jafnvel sem eyðileggingu. Einmitt þarna liggja þræðir á milli Skaparans og nýjustu skáldsögu Steinars Braga, Konur. Einnig þar er karlmaður í hlutverki skapara og sköpunarverk hans eru konur. En nútímalistamaðurinn novak (nafnið er næstum því anagram fyrir „kona“) gengur miklu lengra en Sveinn og sem skapari tekur hann sér vald sem áður hefur aðeins tilheyrt guðun- um. Steinar Bragi sagði í viðtali nú fyrir jólin að hann hafi þurft að „rækta í sér kvenhatarann“ til að geta skrifað Konur. Það þarf ekki að koma á óvart. Konur er verulega andstyggileg bók og þar er lýst meðferð á konum sem gengur út yfir allan þjófabálk. Í sögunni er lýst algerri hlut- gervingu kvenna, í augum þeirra sem ráða eru þær tóm form, sem eru mótuð og öguð af fullkomnu miskunnarleysi og kulda. Aðalpersóna sögunnar, Eva, snýr heim til Íslands (enn mætum við konu á ferðalagi) eftir dvöl í Bandaríkjunum og sest að í íbúð banka- manns og útrásarvíkings í turni í miðbænum. Smám saman kemur í ljós að hún er þar fangi manna sem stýra lífi hennar í einhverju sem líkist á köflum grimmilegri sálfræðitilraun en reynist vera hluti af umfangs- miklu og úthugsuðu nútímalistaverki. Það getur verið fróðlegt að velta fyrir sér stíl sögunnar og bera saman við fyrri verk Steinars Braga. Bæði í ljóðum hans og prósaverkum hefur sjónarhorn og orðræða úrkastsins verið áberandi, textarnir eru fullir af ofboði og viðbjóði andspænis heiminum sem brýst út í líkamlegum, gróteskum og afkáralegum lýsingum og atburðum. Þetta er ekki jafn áberandi í Konum. Það er eitthvað mínimalískt, næstum klínískt við stíl sögunnar sem eykur á hrollinn. TMM_1_2009.indd 33 2/11/09 11:27:27 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.