Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 44
K a t r í n J a k o b s d ó t t i r 44 TMM 2009 · 1 en þar segir frá brennuvargi sem lætur til sín taka á Seyðisfirði. Í Varg­ inum kemur rannsóknarlögreglumaðurinn Valdimar Eggertsson aftur við sögu en persóna hans var þó ekki miðlæg í Krosstré. Hugsanlega er daufleg persóna Valdimars helsti galli þessarar bókar. Hann á við ýmis vandamál að stríða, í fyrri bókinni kom fram að samband foreldra hans var erfitt og faðir hans ólæknandi framhjáhaldspési. Þetta virðist hafa skilað sér í djúpstæðum ótta hjá Valdimar við að bindast konum og sam- bönd við þær virðast almennt endaslepp. Hins vegar er persóna hans að öðru leyti illa skilgreind og talsvert skortir á að lesandi fái að vita meira um hvað Valdimari finnst um lífið og tilveruna. Vegna þess skiptir einn- ig miklu að persónur fléttunnar veki athygli og samúð. Í Varginum eru æði margar persónur sem gerir það að verkum að of títt er flakkað milli sjónarhorna og lesandi á erfitt með að setja sig inn í hugarheim hverrar persónu fyrir sig. Hins vegar er fléttan áhugaverð. Eldsvoðar og brennuvargar eru heillandi viðfangsefni sem höfundur fléttar saman við samskipti fjölskyldna, kristna trú, svik og framhjáhald og setur svo niður í einn fallegasta bæ á Íslandi fullan af gömlum fögr- um húsum. Þá lætur höfundi vel að teikna upp mannlýsingar, sérstak- lega af konum. Myndvísi er eitt helsta einkenni bókarinnar, einkum þegar fólki er lýst: Konurnar tvær höfðu hist við mjólkurkælinn í Samkaupum, einu matvöruversl- un bæjarins, en Urður var ekki í rétta skapinu til að tala við Stellu. Hún var hálf- fertug, tíu árum yngri en Urður, kennari við barnaskólann, ekki sérlega hávaxin, átti í stöðugri baráttu við aukakílóin og var alltaf betur til höfð en efni stóðu til. Þessa stundina var hún í aðskorinni, svartri buxnadragt með mikla gullkeðju margvafða um hálsinn. Varirnar nýmálaðar og baðlykt af henni. Það var eitt- hvað glaðhlakkalegt í fari hennar. (40–41) En þó að mannlýsingar séu vel gerðar og lifandi er gallinn helstur sá að persónur eru fullmargar til að lesandi fái að kynnast hverri og einni og söguna vantar nægilega sterka vitundarmiðju. En fléttan er áhugaverð; höfundur byggir glæpamálið ekki síst á samskiptum eða samskiptaleysi fólks og fjölskyldna. Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig fólk telur sjálfu sér trú um að ofbeldi og eyðilegging geti á einhvern hátt verið makleg málagjöld í samskiptum þar sem flest er ósagt en því fleira hugsað. Jón Hallur hefur óneitanlega skapað sér sérstöðu í hópi íslenskra glæpasagnahöfunda. Þeirri er þetta ritar finnst að hann eigi að halda áfram á þessari braut og skrifa sterkar fjölskyldusögur um glæpi. Myrká er tólfta glæpasaga Arnaldar Indriðasonar og sú níunda sem fjallar um Erlend og félaga að leysa flókin glæpamál. Raunar kemur TMM_1_2009.indd 44 2/11/09 11:27:27 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.