Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 47
E n g i n g l æ pa s a g n a k r e p pa TMM 2009 · 1 47 á leið sinni upp á fjallið Harðskafa. Í þessari sögu hefur hann verið fyrir austan í tvær vikur og enginn heyrt frá honum. Valgerður, sem er eins konar kærasta Erlendar, hringir í Elínborgu og er áhyggjufull yfir því að ekki næst í hann en Elínborg virðist hin rólegasta: „Hann skilar sér, sagði Elínborg. Hann hefur tekið sér frí áður án þess að láta vita af sér.“ (228) En undir lokin eru hvorki Elínborg né lesandinn jafn viss í sinni sök og óljóst hver örlög Erlendar eru. Í Landi tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson hittum við enn og aftur Árna, Katrínu, Guðna og Stefán sem er orðin góðkunningjar les- endahóps Ævars og kannski Íslendinga allra eftir sjónvarpsþættina Svartir englar sem sýndir voru í Sjónvarpinu í haust. Útgáfa bókarinnar tafðist nokkuð; Ævar vildi „uppfæra“ bókina eftir bankahrunið og fyrir vikið er sagan skrifuð inn í samtímann, annars vegar fæst lögregluliðið við myrtan Pólverja og hins vegar við myrtan „útrásarvíking“. Ævar er löngu orðinn þekktur fyrir að kinoka sér ekki við að fjalla um pólitísk mál og nýtir persónur sínar sem málpípur ólíkra skoðana. Iðulega lætur hann þessar ólíku löggur takast á um þjóðfélagsmál og í þessari sögu ræða Katrín, Árni og Guðni mál málanna, kreppuna, bankahrunið og viðbrögð Íslendinga sem Árni kallar hænsn: „Já. Og hænur gera ekki byltingu. Hlaupa bara gaggandi í burtu þegar eggin eru tínd undan þeim og hlaupa svo gaggandi til baka þegar eggjaþjófurinn hendir í þær nokkrum brauðmolum. Hænsn.“ Katrín brosti. „Og ég hélt að ég væri sú svartsýna.“ (69) dýralíkingar eru heldur ekki fjarri þegar Guðni greinir ástandið. Hann er þekktur fyrir að tala tæpitungulaust á enskuskotinni íslensku sem er tilraun hans til töffaraskapar. Guðni hefur skýrar skoðanir á ástandinu, hann er líklega maðurinn sem gengur með skiltið sem á stendur „Hel- vítis fokking fokk“ nema Guðni myndi líklegast aldrei sjást með skilti á almannafæri, hann situr fremur heima og blótar heiminum í sand og ösku: „Læmingjar,“ sagði Guðni, fullur fyrirlitningar. „Þetta eru fokkings læmingjar í kollektívu sjálfsmorði, það er það sem þetta verðbréfapakk er. Allstaðar í heim- inum. Elta hvern annan framaf bjargbrúninni í algjörri paníkk þótt þeir viti að það eru bara hlaupin í þeim sjálfum sem búa til fokking þverhnípið.“ Árni gerði enga athugasemd við þessa nýstárlegu greiningu kollega síns á efnahagskrísu alheimsins. „Og þessir jeppalúðar hérna heima,“ hélt Guðni áfram, „þeir eru alveg eins, bara ennþá verri.“ […] „Kjósa? Um hvað? Milli hverra?“ Hann saup á bjórnum og hvessti augun á Árna. „Hvernig dettur þér í hug að það skipti ein- hverju andskotans máli hverjir sitja í þessum sirkús þarna niðrá Austurvelli? […] TMM_1_2009.indd 47 2/11/09 11:27:27 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.