Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 48
K a t r í n J a k o b s d ó t t i r
48 TMM 2009 · 1
Eníveis, ég nenni ekki að tala um þetta helvítis fokking kjaftæði, hvergi friður
fyrir þessu kreppudjöfulsrugli allstaðar.“ (115–116)
Þegar allt kemur til alls er Guðni ef til vill sá sem hefur gagnrýnustu
sýnina á ástandið. Þegar Katrín og Árni ræða um kreppuna og hvernig
hún hefur áhrif á þau – en Sveinn maður Katrínar hefur bæði farið
óvarlega í fjárfestingum og misst vinnuna – er Guðni eins og broddfluga
sem slettir glæponamáli úr amerískum bíómyndum:
„Já, þú meinar það,“ tautaði Árni. „Kreppuhelvítið.“
„Kreppuhelvítið? Er það allt og sumt? Hvernig geturðu afgreitt –“
„Svona leyfðu okkur að éta í friði, Kata,“ urraði Guðni. „Meiri kreppan. Búinn
að fá nóg af því blaðri öllu. Skilar engu. Þaraðauki sitjum við hérna og úðum í
okkur sjoppumat læk noþing happend. Ekki tókst þú með þér nesti frekar en við.
Og þú varst ekkert rosalega hörð á því að fara í mötuneytið heldur.“
„Ég – æ þegiðu.“
„Sjálfsagt,“ samþykkti Guðni. (203)
Samfélagsádeila lætur Ævari vel og hann er í miklu stuði í þessari bók,
skapar ágæta fléttu í kringum myrta Pólverjann og útrásarvíkinginn, og
skemmtir sér greinilega vel við að leggja persónum sínum orð í munn
þegar hann smíðar samtöl um ástandið. Land tækifæranna ber því gott
vitni hversu góðum tökum hann hefur náð á forminu og um leið hefur
hann markað sér sérstöðu með skarpri samfélagsrýni og eldfimum við-
fangsefnum.
Annus horribilis var gott bókaár
Flestir munu líklega minnast ársins 2008 sem skelfilegs árs. Það á þó
ekki við á öllum sviðum. Bókaárið 2008 var gott, og það á ekki síst við
um glæpasögurnar. Ef horft er til upphafsára glæpasagnabylgjunnar
fyrir áratug er óhætt að segja að íslenskum glæpabókmenntum hafi
fleygt fram síðan. Árið í ár sýnir vel fjölbreytni og grósku í þessum
geira. Glæpasagnaritunin er eitt af því sem Íslendingar þurfa ekki að
skammast sín fyrir í hruninu.
TMM_1_2009.indd 48 2/11/09 11:27:28 AM