Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 56
L i s a H o p k i n s 56 TMM 2009 · 1 „Hófí“ segir Þröstur. „Já. Ókei. Heyrðu ég.“ „Já heyrðu … þú manst bara, við erum í beinni … allt óklippt.“ (128) Jafnvel meðan hann er að kyssa Lollu hugsar hann „Allt í einu sé ég sjálfan mig, einsog ég standi á stofugólfinu og horfi á mig í sófanum“ (129). „Allar bíómyndir heimsins rúlla burtu frá mér“ (132) hugsar hann þegar hann fær fullnægingu; með réttu dregur hann þá ályktun að „Minn innri maður er líklega tökumaður“ (294), enda hugsar hann „Þetta er svona bíósenusjónarhorn“ (188) meðan hann horfir á par í samförum. Það er þó ekki eina hlutverk Rósinkrans- og Gullinstjörnupersón- anna að kynna þetta mótíf og búa hann að lokum undir endalok sögu hans. Líkt og í leikriti Shakespeares eru það einnig þeir sem uppfræða Hlyn/Hamlet um dauðann – einkunnarorð kaflans þegar hann fer til Amsterdam með Rósa og Gulla er „Á nEðSTA FARRÝMI nÆTUR nAKInn ÉG“. „Snerting hans við dauðann“ verður með þeim hætti að hann uppgötvar að Gulli er með alnæmi en þá ákveður hann að hafa samfarir án smokks til að smitast af því sjálfur. Í Amsterdam gista þeir á „Hotel Rosencrantz & Guildenstern. Ég fer smám saman að fatta. To me or not to me“ (306) og þegar Hlynur yfirgefur þá í Amsterdam og stefnir til Parísar biður hann ókunnan mann um að drepa sig (326). Á endanum er það samt Gulli sem snýr honum frá dauðanum til lífsins: Hvernig fer maður að því að deyja? „It takes a life, to die“ sagði Gulli. (337) Þótt Hlynur villist í snjónum eftir þetta er það ekki meðvituð sjálfs- morðstilraun eins og í kvikmyndinni (362–363), það er ekki einu sinni forleikur að því að deyja möglunarlaust, eins og ætla mætti af hliðstæð- unum við Hamlet; í mjög hamleskum anda þráast Hlynur öllu heldur við að láta sér skiljast hve staða hans minnir á Hamlet, hann sýnir lífsvilja og áhuga á kynslóðum framtíðarinnar og þetta ryður brautina fyrir þá óvæntu og bjartsýnu niðurstöðu bókarinnar þegar Hlynur öðlast frið í hlutverki sonar með því að taka við hlutverki föður. Þegar Hlynur hittir föður sinn opinberar sú draugslega persóna fyrir honum að móðir hans sé lesbía og eigi í ástarsambandi við konu að nafni Lollu (23) sem Hlynur hefur fram að því haldið að sé bara vinkona en sem hann kallar nú „fósturpabba“ sinn (99). Lolla kallar fram þann Hamlet sem Hlynur hefur að geyma, jafnvel með ennþá rækilegri hætti en faðir hans eða Hófí gera. Hann skrifar: TMM_1_2009.indd 56 2/11/09 11:27:28 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.