Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Qupperneq 60

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Qupperneq 60
L i s a H o p k i n s 60 TMM 2009 · 1 Hótel Borg; fjallið Esju; Hallgrímskirkju, hæstu byggingu á Íslandi og endurvarpsmastrið sem hún var byggð til að fela; þann sið Íslendinga að borða rjúpu á jólunum; og hið vinsæla Áramótaskaup (sem Hallgrímur samdi sjálfur í félagi við aðra 2001 og 2002). Að sumu leyti er lestur þess- arar skáldsögu svolítið eins og að lesa Lonely Planet-ferðahandbókina um Ísland. Það reynist þó vera allt annað að lesa skáldsöguna en að horfa á hana. Þrátt fyrir kvikmyndaskynjunina í bók Hallgríms er athyglisvert að löngun Hlyns til að horfa nær ekki til þess að láta horfa á sig. Seint í skáldsögunni lýsir hann því yfir að „Alltaf þegar fólk horfir á mig hverf- ur hluti af sjálfum mér“ (303); áður hefur hann hugsað að „Það er ein- hvernveginn góður fílingur í því að búa á eyju sem ekki kemur fram á heimskortinu. Svona stikkfrí. Við erum ekki með. Við bara horfum á en það sér okkur enginn“ (142). Við skynjum sögu hans í reynd með tals- vert öðrum hætti þegar hún flyst frá síðu á tjald og að sumu leyti reynist það ekki henta Hlyni vel sem bókmenntaafurð að horft sé á hann því að Baltasar Kormákur virðist í mynd sinni aðeins vilja eða geta fjallað um suma af veigamiklum efnisþáttum í skáldsögunni. Í myndinni kemur vissulega fram sams konar áhugi á íslenskri menningu og í upphaflegu bókinni – þar er tónlist eftir damon Albarn, sem átti bar í Reykjavík með Baltasar, og þar sem hún var tekin á vettvangi er hún jafn mörkuð og bókin af umhverfinu og andrúmsloftinu í miðbæ Reykjavíkur. Hún bregst líka, kannski óhjákvæmilega, við kvikmyndaskynjun bókarinnar – stúlka á K-barnum segir við Hlyn „Voðalega eruð þið eitthvað stífir. Mætti halda að þið væruð í beinni“; Hlynur lætur sig sjálfan dreyma um að skjóta alla í jólaboðinu hjá Elsu áður en myndbandið frá síðustu jólum er spilað; og hann segir um flugeldana á gamlárskvöld: „It looks much better on TV, you know. It looks more real somehow“ („Þetta er miklu raunverulegra í sjónvarpinu“). En í kvikmyndinni er afar lítill gaumur gefinn að hamletþemanu sem voru gerð svo rækileg skil í upphaflegu bókinni, þótt síðari kvikmynd Baltasars Kormáks, Hafið (2002), einnig með Hilmi Snæ Guðnasyni, sem lék Hlyn, í aðalhlutverki, hafi verið borin saman við Lé konung (og þar sé einnig lögð rækt við metabíó – ein persónan staðhæfir „Við erum ekki í kvikmynd“, og systir aðalsöguhetjunnar, Ragnheiður [Guðrún Gísladóttir], hafði stundað nám í kvikmyndaskóla í Póllandi). Enda þótt kvikmyndin 101 Reykjavík gerist að miklu leyti um jól, líkt og hin Hamlet-útgáfan, Bleak Midwinter, og hún hefjist með því að Hófí tekur gleraugun af Hlyni í miðjum samförum er þetta atriði aðeins endur- ómur af Ödipusar-undirtextanum í Hamlet en ekki textanum sjálfum. TMM_1_2009.indd 60 2/11/09 11:27:28 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.