Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 61
H a m l e t r e y k i r P r i n s : 101 R e y k j av í k á s í ð u o g t j a l d i TMM 2009 · 1 61 Það sem er ólíkt með bókinni og myndinni er þó mun merkilegra en það sem er líkt með þeim. Í kvikmyndinni kemur móðir Hlyns að honum þar sem hann er í baði og réttir honum handklæðið þegar hann stendur upp, en hún hvetur hann til að verða fullorðinn og fá sér vinnu og þótt Hlynur segi „Jafnvel draugunum leiðist hérna“ er draugamótífið ekki fært upp á föður hans – þess í stað segir hann mömmu sinni „Ég hitti hann nú reyndar í gærkvöldi, sko“ án nokkurs aðdraganda. Hann stelur ekki pillunni frá Elsu og samfarir hans við Lolu mást út og breytast í bernskuminningu um drukkinn föður hans að leggjast með móður hans; þær bera allavega mun minni keim af sifjaspelli en í bókinni því að móðir hans segir honum ekki að þær séu par fyrr en eftir að hann sefur hjá henni en þá spyr hann „Þýðir það þá að við tvö getum aldrei …?“, þótt áhorfandinn hafi ef til vill þegar getið sér þess til því að meðan Hlynur og Lola hafa samfarir brýtur hún í ógáti glerið á fjöl- skyldumynd. Þarna eru engir Rósi og Gulli svo Hlynur „reynir“ sjálfs- morð úr alnæmi án nokkurs forboða. Gangan í snjónum virðist líka vera eins og sjálfsmorðstilraun í framhaldi af því að barn Lolu er skírt. (Hann hefur þegar gert sig líklegan til að flytja út þegar hann fréttir af barninu.) Það merkilegasta er að kvikmyndin endar í allt öðrum tón en bókin – barnið horfir á hann og segir „Pabbi“ og hann gerist síðan stöðumæla- vörður og virðist kunna starfinu vel. Þótt rökin sem liggja að baki þessu tengist tilvistarangist í stíl Hamlets, þar sem stöðumælavörður hefur áður sagt við hann „Með þessu þá ert þú að gera mig óþarfan“ þegar hann fer að fylla stöðumæla annars fólks af handahófi, stangast þau alveg á við það hvernig Hlynur bókarinnar öðlast frið á hinu huglæga sviði. Ef Hamlet-sagan hefur lífshlaup sitt sem fullkomlega samlöguð norrænni menningu er í kvikmyndinni 101 Reykjavík búið að fara heil- an hring því að hér hefur hún verið aðhæfð að nýju svo lítið ber á. Hvað veldur því að Baltasar Kormákur þaggar niður í Hamlet? Að sínu leyti má vera að Hamlet sé einfaldlega úthýst í kvikmynd Baltasars vegna þess að hún úthýsir harmrænni frásögn (í mun meira mæli en bók Hallgríms) (sem einnig gefur tilefni til að varpa fyrir róða þeim örlaga- þrungna, epíska mikilfengleika sem einkennir fyrri verk sem fjalla um sjálfsvitund Íslendinga á borð við skáldsögur Laxness og Íslendingasög- urnar). Þegar Laxness skrifaði Sjálfstætt fólk var Ísland eitt af fátækustu löndum heims; nú er það eitt af þeim ríkustu og orðstír Reykjavíkur sem höfuðborg kúlsins hefur veitt því nýfundið sjálfsöryggi. Þess vegna er kvikmynd Baltasars, ólíkt sögunni af Hamlet, um velgengni, ekki um brest, og um það að finna leið fram á við í nýjum heimi sem tekur breyt- ingum í stað þess að halda fast í þann gamla. TMM_1_2009.indd 61 2/11/09 11:27:28 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.