Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 63
H a m l e t r e y k i r P r i n s : 101 R e y k j av í k á s í ð u o g t j a l d i TMM 2009 · 1 63 MCn (Movie City news): Konurnar í myndum þínum sem eru ekki norrænar – Abril og Hélène de Fougerolles, í Hafinu – stinga í stúf á Íslandi. BK: Já, þær stinga svo sannarlega í stúf. Ég er hálfspænskur. Pabbi er Katalóni, frá Barcelona. Raunar er gengið svo langt í því að gæða myndina persónulegum drátt- um að á margan hátt eru þar ekki bara þurrkaðar út vísanir í Hamlet eða Laxness, heldur líka í bókina 101 Reykjavík. Þar er ekki bara átt við hið innflutta spænska þjóðerni heldur var Baltasar spurður í viðtali við kynningu myndarinnar hvort myndin væri sjálfsævisöguleg. Hann nefndi aldrei bók Hallgríms en svaraði spurningunni hiklaust út frá sjálfum sér: „Ó, hún er um mig. Vissulega“ (Leigh). Hann bætti við: „Ég er ekki að reyna að segja sögu Íslands … Þetta er saga um mann. Þetta er ekki saga um land.“ Þegar um er að ræða leikstjóra sem lítur á kvik- myndina sem farmiða sinn frá Reykjavík kemur augljóslega ekkert á óvart að þetta veki lítinn áhuga – og þó má segja að það sé einmitt eitt af viðfangsefnum skáldsögunnar að segja sögu Íslands, með því að gefa í skyn framvindu hennar frá 874 til 1944, og þar reynist hin upphaflega íslenska frásögn af Hamlet koma að býsna góðum notum. Þótt í upp- haflegri skáldsögu Hallgríms kunni að vera tekin afstaða gegn algjörri svartsýni Hamlets í lokin og spáð bjartari framtíð fyrir aðalsöguhetjuna og þá um leið fyrir Ísland, þá er það gert á grundvelli þekkingar og með því að vega og meta staðreyndir. Með því að fella burt þetta lag vísana og bendinga kann svo að virðast sem Baltasar geri sinn endi ennþá bjartsýnni en hann rænir hann jafnframt rótfestu og hljómgrunni – það er kaldhæðnislegt að vera með hetju í anda Hamlets sem heyrir ekki vís- unina sjálfur en með því að svipta þeirri vísun algjörlega burt er verið að rýra vitsmunalegan þrótt og breidd verksins. 101 Reykjavík er því kvik- mynd eftir íslenskan leikstjóra, að mestu á íslensku, um persónu sem hefur átt sinn þátt í að móta sjálfsmynd Íslendinga, en hún reynir af fremsta megni að staðsetja sig í orðræðu heimskvikmyndalistarinnar, eins og best sést á því að sagan um Hamlet er þögguð niður. Árni Óskarsson þýddi Verk sem vitnað er til Baltasar Kormákur: 101 Reykjavík. dVd-diskur. 101 ltd. Reykjavík (án ártals) Baltasar Kormákur. Viðtal. Movie City News, 27. maí 2003. Á netinu: http://www.moviecitynews. com/Interviews/kormakur.html Gollancz, Israel: Hamlet in Iceland. david nutt. London 1898. Halldór Kiljan Laxness: Sjálfstætt fólk. 2. útgáfa. Helgafell. Reykjavík 1952. TMM_1_2009.indd 63 2/11/09 11:27:28 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.