Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 70

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 70
Á r n i Ó s k a r s s o n 70 TMM 2009 · 1 sem væri beint út úr nútímanum, eins og maður hefði skrúfað frá bjórkrananum á barnum og flaumurinn hefði dælst inn á síðurnar, bók sem væri bein útsending úr ritunartímanum. Ég vildi ekki setja efnið í einhvern búning, ritskoða það eða fegra, heldur bara birta allar þessar hugsanir og pælingar sem fólk var með í gangi, sama hversu „fallegar“ þær væru. Uppreisnin var líka tilkomin vegna þess að mér fannst eins og íslensk- ar bókmenntir væru ekki með okkur hér og nú. Fólk hafði aldrei farið á vídeóleigu í skáldsögu, aldrei borðað Seríos, aldrei farið í Kolaportið, hvað þá á klósettið. Allt þetta var ekki nógu „fínt“. Mér fannst vanta LÍFIð í íslenskar bókmenntir. Skemmtanalífið í Reykjavík er fyrirferðarmikið í þessari skáldsögu. Veitti það þér innblástur meðan þú varst að skrifa bókina? Já, þessi galskapur var furðu gefandi. En það er oft þannig að á laugar- dagskvöldi, þegar glaumurinn er hvað háværastur, er eins og maður fari inn í sig. Ég hef oft fengið andann yfir mig á diskótekum og skemmti- stöðum, þegar hver maður er kominn í sitt stuð og maður getur bara sest og notið þess að horfa á mannskapinn. Þetta er eins og að fara á klassíska tónleika, þar eru margir saman komnir en maður er samt einn. Það er oft mjög gjöfult. Ég fékk margar hugmyndir meðan ég sat á þessum börum og notaði Kaffibarinn auðvitað viljandi því mér fannst hann vera annað og meira en bar, einskonar brennipunktur tímans. Ég vildi lýsa þessu næturlífi sem mér fannst líka vanta í íslenskan litteratúr. Hann var ennþá í þessum sunnudagsgír, í fínum fötum að hlusta á Kiljan messa í útvarpinu og svona frekar þunnur að sjá. Það vantaði laugardags- kvöldið í bókmenntirnar. Því það er nú einmitt þá sem hlutirnir gerast á Íslandi. Hlynur Björn fer talsvert á fyllirí, fer þá út úr veruleikanum og byrjar að delera. Þetta gaf bókinni aukavídd. Þá gat ég farið með honum út úr raunveruleikanum og inn í fantasíuna. Á þessum árum var skemmtanalífið í Reykjavík ekki orðið heimsfrægt en varð það svo í kjölfarið. Maður grísaðist til að vera með þessa bók á réttum tíma svo ekki sé talað um titilinn. Svo kom bíómyndin og úr varð einhverskonar költpakki fyrir Íslandsfríkin sem Bjarkarfrægðin og Bláa lónið höfðu lokkað til landsins. Þetta varð að lokum mjög sjálfbært hagkerfi. Bókin nærðist upphaflega á næturlífi Reykjavíkur og kvikmyndin á bókinni. Svo varð næturlífið heimsfrægt og kvikmyndin fór að nærast á því og bókin á hvoru tveggja. Án þessa hefði hún sjálfsagt aldrei tekið flugið frá Keflavík og sæti enn sem ljótur andarungi í skammarkrók fagurbók- menntanna. TMM_1_2009.indd 70 2/11/09 11:27:29 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.