Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 75
F r á m i ð l u n t i l 2 0 0 m í l n a l a n d h e l g i TMM 2009 · 1 75 málið náði ekki fram á því þingi. Síðan hófst mikil pólitísk rimma í landinu þar sem við jafnvel greinum fyrst upphaf skipulegs flokkakerfis og þar sem hver barðist fyrir sínum málstað og undirbjó sig fyrir þingið 1891. Þorsteinn Thorarensen rithöfundur segir í bók sinni um þessi efni, Móralskir meistarar, „að þá hafi áróðursvél þeirra Ísfirðinganna farið af stað og mulið Miðlunarmennina undir sér með hrottalegum ákærum um landráð, svik, glæpaverk og gunguskap“. Og þessi ofstækis fulli þjóð- ernislegi áróður, blandaður hatri á dönum, ofbeldisverkum dönsku stjórnarinnar, okri og fjárkúgun danskra kaupmanna, hafa verið ólíkt sterkari vopn í stjórnarskrárbaráttu en hleypidómalaus athugun sem Páll Briem vildi beita sér fyrir. Ísfirðingarnir voru auðvitað Skúli Thoroddsen, sýslumaður og rit- stjóri Þjóðviljans, þess gamla, og Vigurklerkurinn, sr. Sigurður Stefáns- son. Skúli Thoroddsen hafði verið einn af Velvakendum í Kaupmanna- höfn, skoðanabróðir Páls Briem í smáu og stóru, aðdáandi Vinstri flokksins í danmörku, sem þá hafði meirihluta fylgis en var samt í stjórnar andstöðu, og hafði með Páli Briem gælt við hugmyndir um að stofna mikla alþýðufylkingu á Íslandi. Skúli Thoroddsen hafði skömm á gamla embættismannavaldinu með nákvæmleg sama hætti og Páll Briem. En af hverju snerist Skúli þá gegn miðlun og Páli Briem? Líklegasta skýringin er sú, að Skúli hafi ekki getað unnt sínum gamla félaga og vini þess forustuhlutverks sem hann augljóslega hefði tekið við ef miðlunin hefði orðið ofan á. Og Skúli Thoroddsen lét ekki þar við sitja. Sumarið 1890 var slegist gegn miðlun um land allt en Páll Briem sat til þess að gera aðgerðalítill, hann virðist hafa talið yfirburði málstaðarins svo aug- ljósa að ekki þyrfti frekar um að fjalla. En andstæðingar miðlunar ferð- uðust um allt land. Benedikt Sveinsson sýslumaður er kannski mesti áróðursmaður íslenskrar sögu. Með skræka rödd og rallhálfur á hest- baki ferðaðist hann um sýslur og dali landsins, hamaðist gegn miðlun, undanlátssemi, uppgjöf og gaf í skyn að miðlunarmenn væru á mála hjá danskri yfirstétt. Hann ræktaði hatur í garð miðlunar, og sérstaklega Páls Briem persónulega. Þorsteinn Thorarensen segir að þetta hafi verið óheiðarlegur málflutningur en hann hafi verkað vel. Þegar orðið „að innlima“ var hrópað, hoppaði hjartað í íslenskum almúgamönnum og bændum, þvílík skelfing, þvílíkur glæpur. Að vilja selja rétt vorn til sjálfsforræðis og það fyrir ekki feitari bita en efri deildar herrarnir höfðu borið á borð, það var uppgjöf. Og svo áfram sé vitnað í Þorstein Thorarensen: TMM_1_2009.indd 75 2/11/09 11:27:29 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.