Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 77
F r á m i ð l u n t i l 2 0 0 m í l n a l a n d h e l g i TMM 2009 · 1 77 Og er þá aðeins fátt eitt talið af þeim blóðugu skömmum, sem dundu á Páli Briem. En á meðan Skúli Thoroddsen flutti þessa ræðu, tvísté Páll Briem á gólfinu fyrir framan hann, lamdi hnefunum saman í sífellu og hrópaði aftur og aftur: „Lygi, lygi, lygi, lygi.“ Í hvert sinn sem hann nefndi orðið þá lamdi hann hnefunum saman. Forseti hringdi bjöllu og vinir Páls gengu fram og leiddu hann burt og fengu hann til að setjast niður. Örlög málsins urðu þau, að miðlunin var kolfelld á þinginu 1891 og frumvarp Benedikts Sveinssonar var samþykkt með 18 atkvæðum gegn 3. Þeir sem greiddu atkvæði með Páli Briem voru Eiríkur Briem, bróðir hans, og Þorlákur í Fífuhvammi. En meira að segja hinn bróðir Páls, sem einnig sat á þingi, Ólafur Briem, snerist gegn honum. Á þessu þingi tapaði Páll Briem og miðlunarstefna hans. Sigurvegari varð Benedikt Sveinsson og þjóðernisstefna hans. Sá sigur varð aðeins til þess að samþykktir Alþingis voru læstar í skúffunum í Kaupmanna- höfn, svo sem alltaf áður, og Íslandssögunni var frestað um 15 ár. Sennilega varð það Páli Briem að falli að þessu sinni, að hann hafði mál- stað sem hann trúði á. Hinu trúði hann hins vegar ekki, að fólk gæti verið svo skammsýnt að snúast gegn stefnu sem honum fannst svo sjálfsögð. Kannski var það einfeldni, og líklegast er svo. Valtýskan næst reyndi dr. Valtýr Guðmundsson, prófessor í Kaupmannahöfn, að miðla málum. Í fyrirlestri sem dr. Valtýr hélt á árinu 1895 í Kaupmanna- höfn, að viðstöddum flestum Íslendingum sem þá voru búsettir í Kaup- mannahöfn, predikaði hann að skynsamlegt væri að hægja á ferðinni í sjálfstæðiskröfum. Frumvarp sitt, sem síðar var kallað Valtýska, lagði dr. Valtýr Guðmundsson fram á Alþingi á árinu 1897. Það frumvarp var að því leyti eins og miðlun Páls Briem að dr. Valtýr gekk eins langt eins og hann taldi mögulegt miðað við það að frumvarpið yrði samþykkt í Kaup- mannahöfn. Ráðgjafi skyldi vera Íslendingur, eiga sæti á Alþingi og bera ábyrgð gagnvart því en búsettur í Kaupmannahöfn. Jafnframt yrði hann, eins og það var orðað í frumvarpi dr. Valtýs 1897, að flytja mál fyrir kon- ungi í danska ríkisráðinu. Þetta frumvarp náði nær helmingi þingsins 1897. En Þorsteinn Gíslason ritstjóri segir í söguriti sínu um þetta tíma- bil, að af hinum helmingnum var því tekið með ópum og atyrðum. Á það ber að leggja áherslu að dr. Valtýr Guðmundsson var að fjalla um meira en stjórnarskrármálin, köld og ber. dr. Valtýr var að slást við íslenska yfirstétt sem hafði mikil tengsl, einkum viðskiptaleg, í Kaup- TMM_1_2009.indd 77 2/11/09 11:27:29 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.