Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 78

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 78
Vi l m u n d u r G y l fa s o n 78 TMM 2009 · 1 mannahöfn. Þessi yfirstétt varð síðan uppistaðan í Heimastjórnar- flokknum, réði Landsbankanum þá þegar, og Íslandsbanka eftir að hann var stofnaður 1904, og réði því þar með hverjir eignuðust atvinnu- tæki á Íslandi. Undir niðri stóð slagurinn einnig um þetta. Þó svo að helmingur þingmanna, eða þar um bil, hafi stutt dr. Valtý strax 1897, og þar á meðal Skúli Thoroddsen, af þeim ástæðum sem hér hafa verið raktar, og umsnúningur Skúla frá afstöðunni til miðlunar Páls Briem sé með ólíkindum, þá vantaði ekki að dr. Valtýr og hans menn væru bornir landráðabrigslum. Þorsteinn Gíslason segir að það hafi verið sagt að „hann hefði gerst erindreki eða flugumaður dönsku stjórnarinnar, til þess að kveða niður sjálfstæðiskröfur Íslendinga“. Auðvitað var alltaf síðan sagt að dr. Valtýr væri að búa til ráðherraemb- ætti handa sjálfum sér. Í íslensku blaði mátti lesa „að Valtýskan er grímuklædd tilraun til þess að færa stjórnina út úr landinu yfir til Kaup- mannahafnar og tryggja innlimun Íslands í ríkisheildina traustum böndum.“ „Þetta er að fleygja landréttingum Íslands fyrir borð“, sagði Dagskrá Einars Benediktssonar, og bætti við: „Það er naumast hægt að hugsa sér að lengra verði komist niður á við í stórflónsku og gengdar- lausri óvitaframhleypni“. Lítið blað, Guli snepillinn, vakti tortryggni. dr. Valtýr hafði dreift nótu með bréfi þar sem hann undirstrikaði að þótt frumvarp hans næði fram að ganga þá yrði það auðvitað ekki Magnús Stephensen landshöfð- ingi, foringi hinnar íslensku borgaralegu yfirstéttar, sem yrði ráðherra. Þetta, ásamt öðru, undirstrikar þá pólitík sem að baki Valtýskunni bjó. Það gerir einnig verslunarsagan síðar, t.d. símamálið þegar íslenska valdastéttin eftir 1904 vildi eiga símaviðskipti einvörðungu við dan- mörku og Stóra norræna símafélagið en dr. Valtýr vildi dreifa viðskipt- unum til fleiri landa Evrópu. Allt um það; Valtýskan var aðalmál þinganna 1897 og 1899, og til end- anlegs uppgjörs kom 1901. dr. Valtý farnaðist betur en Páli Briem. Eftir kosningarnar aldamótaárið 1900, stóðu miðlunarmenn og andstæðing- ar miðlunar, þ.e.a.s. Valtýingar og andstæðingar þeirra, hnífjafnir. Örlögin höguðu því svo að aldinn þingmaður í liði heimastjórnarmanna, sem þá var farið að kalla svo í áróðursskyni, Arnljótur Ólafsson prestur komst ekki til þings vegna veikinda og höfðu þá Valtýingar einum betur, og gátu kosið þingforseta úr hópi andstæðinga sem við það misstu atkvæðisrétt í þingi. Með þessum hætti var Valtýskan að verða að lögum, dr. Valtýr fyrsti leiðtogi íslensku þjóðarinnar, og má þá fastlega gera ráð fyrir að öll þróun hér hefði orðið með töluvert öðrum hætti en varð. En dr. Valtý urðu á slæm mistök, séð frá eigin bæjardyrum. Þegar TMM_1_2009.indd 78 2/11/09 11:27:29 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.