Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 80
Vi l m u n d u r G y l fa s o n 80 TMM 2009 · 1 áreiðanlega hefur að hluta til verið honum sjálfum ógeðfelldur, var hann orðinn fyrsti innlendi ráðamaður Íslands um margra alda skeið, þá snerist hann fljótlega til miðlunar. Eftir langt og strangt samningaþóf beitti Hannes sér fyrir uppkasti til nýrra sambandslaga þegar á árinu 1908. Svo virtist sem þingheimur á Alþingi stæði allur að baki Uppkast- inu sem svo var kallað. Með Uppkastinu átti endanlega að ganga frá samskiptamálum við dani. Uppkastið var gott plagg. Staðreynd er að Uppkastið 1908 er því sem næst nákvæmlega það sem gert var með Sam- bandslögunum 1918. Þjóðernissinnar höfðu safnast saman í lítinn flokk og tiltölulega áhrifalítinn, a.m.k. innan þings. Þeir kölluðu sig landvarn- armenn, og var foringi þeirra Jón Jensson yfirdómari en Bjarni frá Vogi einn helsti áhrifamaður og raunar fleiri, þeirra á meðal Einar Benedikts- son skáld, sonur Benedikts Sveinssonar sýslumanns, og þó Einar væri kannski alþjóðlegastur allra Íslendinga þá hefur hann talið sig vera að halda merki föður síns á lofti. Þegar verið var að ganga frá Uppkasti til nýrra sambandslaga úti í Kaupmannahöfn 1908 gerist það öllum að óvörum að Skúli Thoroddsen þingmaður norður-Ísafjarðarsýslu snerist gegn Uppkastinu og sendi skeyti heim þar um. Það segir nokkra sögu um þetta mál, að meira að segja foringi landvarnarmanna, Jón Jensson yfirdómari studdi Uppkastið og lét engan bilbug á sér finna. En smám saman rótaðist upp andstaða við Uppkastið, og einkum og sér í lagi þegar hið áhrifamikla blað Ísafold og ritstjóri þess Björn Jónsson snerist gegn því. Sama gildir um Uppkasts- slaginn og fyrri deilur. Undir niðri er ekki verið að slást um Uppkastið sjálft. Það er verið að slást um yfirráðin yfir atvinnuuppbyggingunni. En málflutningurinn varð með ólíkindum. Þorsteinn Gíslason segir: En andstæðingaflokkurinn fór nú hamförum. Sambandslaganefnin átti nú ekki lengur, eins og í upphafi, þakkir skilið fyrir starf sitt, og frumvarpið var ekki leng- ur verk sem staðið gat til bóta með lagfæringum. Það varð að eins konar Gleipni sem danir ætluðu með undirferli að smeygja á þetta land, og Hannes Hafstein og nefndarmennirnir sem með honum stóðu urðu að flugumönnum sem áttu að koma þessum heljarfjötri á þjóð sína. danska mamma hafði gefið þeim vel að borða og verið góð við þá til þess að þeir yrðu góðu börnin og þögguðu niður í heimtufreku keipakrökkunum hér heima. Þessi saga og aðrar slíkar komu fram í mörgum útgáfum, útmálaðar með óteljandi litum. Hannes Hafstein og nefndar- mennirnir voru með öðrum orðum föðurlandssvikarar, allir nema Skúli. danska mamma hafði með öllum sínum blíðmælum engan bug unnið á honum. Séra Matthías Jochumsson hafði skrifað meðmælagrein um frumvarpið í blað á Akureyri. Henni var svarað í einu af blöðum frumvarpsand- stæðinga. Höfundur greinarinnar er þar kallaður „manntetur, einfeldn- TMM_1_2009.indd 80 2/11/09 11:27:29 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.