Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 81
F r á m i ð l u n t i l 2 0 0 m í l n a l a n d h e l g i TMM 2009 · 1 81 ingur, afglapi, leirskáld og fleira af því tagi og talinn með níðingum lands og þjóðar“. Séra Matthías var þá háaldraður og viðurkennt höf- uðskáld þjóðar sinnar. Uppkastsmenn biðu algeran ósigur í kosningunum 1908, og andstæð- ingar frumvarpsins tóku við. Skúli Thoroddsen hefur verið undarleg manngerð. Hann var maður- inn gegn kerfinu, kannski fyrsti Íslendingurinn sem skildi kall 20. aldar, skildi að fleiri áttu skilið að lifa góðu lífi en íslensk yfirstétt. Barátta hans við embættismannagengið á síðasta áratug 19. aldar, fyrst vestur á Ísafirði og síðar fyrir Hæstarétti í Kaupmannahöfn, er hetjusaga. En í sjálfstæðismálum hefur hann verið ómerkilegur tækifærissinni. Fyrst að því er varðar miðlun, síðan birtir til í sambandi við Valtýsku, en loks verður andstaðan við Uppkastið svo tækifærissinnuð að með ólíkindum má telja um annars jafn fágaðan mann. En fljótlega kom í ljós að sigurvegarar kosninganna, sem kölluðu sig sjálfstæðismenn, komu sér lítt saman. Fyrst deildu þeir um hver ætti að verða ráðherra. Sagan segir að Skúli hafi setið og vonað í nýbyggðu húsi sínu í Reykjavík, sem síðar var kallað Vonin og gatan eftir því Vonar- stræti. En Skúla varð ekki að von sinni, foringi sjálfstæðismanna varð Björn Jónsson ritstjóri Ísafoldar og þegar Hannes Hafstein sagði af sér 1909, þar sem ekki var meirihluti þings að baki honum lengur og við- urkenndi þar með í reynd þingræði á Íslandi, þá kusu sjálfstæðismenn Björn Jónsson og hann tók við. Það er táknrænt að stórmálið sem verst fór með Björn Jónsson var út af fyrir sig ekki stjórnarskrármál heldur yfirráðin yfir Landsbanka Íslands. Undir niðri hafði verið deilt um það og Björn Jónsson lét reka bankastjóra, Tryggva Gunnarsson, og með honum tvo gæslustjóra Landsbankans. Hins vegar líkaði fólki ekki þessi ráðstöfun, ekki kannski vegna þess að þeir hefðu ekki misnotað aðstöðuna í bönkunum, heldur vegna þess að Tryggvi var orðinn aldraður maður, kominn á áttræðis- aldur, svo að þessi aðgerð snerist gersamlega í höndunum á valdhöfunum nýju. Björn Jónsson var að vísu orðinn fullorðinn maður, og ekki alfarið heill heilsu, svo aðgerðir hans verða einnig að skoðast í því ljósi. En Uppkastið var skynsamlegt frumvarp. Kjarni málsins er sá að Uppkastið sem var hafnað 1908 var því sem næst sama frumvarp og samþykkt var í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri 1918, að undanteknum uppsagnarákvörðunum, og sem gerði Ísland endanlega að frjálsri og fullvalda þjóð. Atgangurinn gegn Uppkastinu var þess vegna hvorki rökréttur né skynsamlegur, og málflutningurinn, brigslin um föður- landssvikin, ekki þeim til sóma sem slíku héldu á lofti. TMM_1_2009.indd 81 2/11/09 11:27:29 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.