Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 85
F r á m i ð l u n t i l 2 0 0 m í l n a l a n d h e l g i TMM 2009 · 1 85 ritbann á Þjóðviljann, áður en til þess kæmi sem hlyti að gerast, að Bret- arnir sjálfir skærust í leikinn. En hann segir: Innan ríkisstjórnarinnar fékk þessi skoðun mín engar undirtektir. Einkum var Ólafur Thors henni mótfallinn. Ég man vel, að hann hélt því fram að ráðstafanir gegn rógi kommúnista gæti orðið til þess að varpa á þá einhverjum píslarvættis- ljóma og auka fylgi þeirra. Stefán bætir við að vel megi vera að Ólafur hafi haft nokkuð til síns máls. En hann segist sjálfur ekki hafa metið slíkar röksemdir mikils, þó svo að sú hafi orðið niðurstaðan. Í apríl 1941 var Bretum nóg boðið. Þeir lokuðu Þjóðviljanum og tóku höndum ritstjórn blaðsins, tvo ritstjóra og einn blaðamann. Þessir menn voru þá sveipaðir dýrðarljóma, Alþingi mótmælti hástöfum, og einkum var því mótmælt að Einar Olgeirsson, annar ritstjóri blaðsins og alþing- ismaður skyldi handtekinn, en alþingismenn njóta sérstakrar verndar, og þeim mun freklegri þóttu þessi afskipti Breta af íslenskum innanrík- ismálum. En svo ekki sé gróflegar til orða tekið, þá verður það að segjast að það eru tvær hliðar á þessu máli. Fullyrða má að hvergi annars staðar á byggðu bóli hefðu skrif að því tagi sem birtust í Þjóðviljanum verið liðin í hersetnu landi. Samskipti Breta og Íslendinga voru yfirleitt góð. Skyndilega var Ísland orðið alþjóðlegt svæði. Þetta voru auðvitað bylt- ingarkenndir atburðir, einkum í félagslegu tilliti, og ekki fór hjá því að því fylgdi nokkur sársauki og óreiða um sinn. En skrif Þjóðviljans voru auðvitað af annarri náttúru. Þeir voru talsmenn tiltekinna skoðana, hlekkir í keðju tiltekinnar atburðarásar og skoðanabræður þeirra um allan heim höfðu sömu skoðanir. Þó má undrast að Bretarnir skyldu ekki hafa gripið til þess miklu fyrr að loka Þjóðviljanum og það má bera virðingu fyrir þeim kjarki sem fram kemur í skoðunum og endurminn- ingum Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Stefán leggur á það þunga áherslu að hann er og hefur ævinlega verið þeirrar skoðunar að frjáls skoðana- skipti, ritfrelsi og skoðanafrelsi sé undirstaða siðmenningar en þær stundir geti þó komið að við þessu verði að reisa tímabundnar skorður um sinn. Málstaður Þjóðviljans framan af styrjaldarárunum var vondur, yfirmáta vondur málstaður. Lögskilnaður og hraðskilnaður Íslendingar stofnuðu lýðveldi í landi sínu hinn 17. júní 1944. Það hafði þó ekki gengið átakalaust fyrir sig. Öll styrjaldarárin hafði staðið um TMM_1_2009.indd 85 2/11/09 11:27:30 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.