Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 86
Vi l m u n d u r G y l fa s o n 86 TMM 2009 · 1 það veruleg deila hvort siðlegt gæti talist, jafnvel þótt löglegt væri, að ganga gegn dönum og stofna hér lýðveldi gegn vilja þeirra meðan þeir væru hersetnir af Þjóðverjum, jafnvel þótt enginn deildi um það að hinn lögfræðilegi réttur væri Íslands megin. Tuttugu og tvö árin frá sam- bandslögunum voru liðin 1940. Þá hófst hinn þriggja ára umþóttunar- tími, samningatími landanna tveggja. Að réttu lagi hefðu Íslendingar þess vegna lögformlega getað stofnað lýðveldi 1943 og þó farið að alþjóðalögum. Eitthvert hik var þó á mönnum að aðhafast svo, og hefur komið fram í skrifum Þórs Whitehead sagnfræðings að fyrst og fremst var það vegna þrýstings frá Bandaríkjamönnum, sem sögðu hreint út að slíkt væri ódrengskapur við dani og í raun stuðningsyfirlýsing við Þjóð- verja, þjóðina sem hersat danmörku. Að því er lýðveldisstofnun varðar skiptust menn í hraðskilnaðarmenn og lögskilnaðarmenn. Hraðskiln- aðarmenn vildu aðhafast strax, beita hinum fyllsta lagalega rétti, og stofna lýðveldi helst strax 1943. Helsti talsmaður þeirra var Bjarni Benediktsson, prófessor í stjórnlagafræði og þá borgarstjóri í Reykjavík. Höfuðrök Bjarna voru flutt í ræðu á Þingvöllum 1943. Hann vildi skoða þessi mál stranglögfræðilega, hélt fram svonefndri vanefndakenningu, að danir hefðu ekki staðið við ákvæði sambandslaganna og þess vegna bæri okkur að nýta hinn ítrasta lagarétt, einnig vegna þess að enginn vissi hvernig mál skipuðust að styrjöld lokinni, þó svo að á þessum tíma hafi enginn dregið lengur í efa að það væri aðeins hægt að spyrja um það hvenær Þjóðverjar töpuðu stríðinu en ekki hvort þeir töpuðu því. Frá því sambandslögin gengu í gildi 1918 höfðu danir engin afskipti haft af íslenskum innanríkismálum, og ekki borið það við. Þingrofið 1931 þegar Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra rauf þing var auðvitað form- lega dönsk ákvörðun en engu að síður að beiðni íslenskra ráðamanna. Síðan Þjóðverjar hertóku danmörku og íslensk sjálfstæð utanríkis- stefna varð til var auðvitað ekki um slíkt að tala því danir hreinlega gátu ekki haft nein afskipti, þótt þeir hefðu viljað það. Öll þessi umræða var stundum sársaukafull. Lögskilnaðarmenn héldu því fram að þetta væri ómerkilegur áróður ofstækisfullra þjóðernissinna og það væri þjóðinni til skammar að efna til lýðveldisstofnunar og halda hátíð á meðan blóð- ið flaut í Evrópu og í þágu þess málstaðar sem frelsi þjóðar og sjálfstæði þrátt fyrir allt byggðist á. Þess vegna skyldum við bíða styrjaldarloka, halda þá okkar frelsishátíð, og sameina hana málstaðnum, sem vænt- anlega var að sigra í styrjöldinni. Flokkslínur voru ekki skýrar í þessum efnum, en þó var ljóst, að það voru einkum jafnaðarmenn í Alþýðuflokki, sem héldu fram málstað lögskilnaðar, svo og fjölmargir menntamenn sem margir hverjir auðvit- TMM_1_2009.indd 86 2/11/09 11:27:30 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.