Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 93
F r á m i ð l u n t i l 2 0 0 m í l n a l a n d h e l g i TMM 2009 · 1 93 herra, flutti á 100 ára afmæli Þjóðminjasafns Íslands árið 1963. Þessi ræða olli út af fyrir sig ekki pólitískum straumhvörfum á Íslandi. Hún er aðeins merkileg vegna þess að varla hefur verið til nokkurrar ræðu sem flutt hafði verið af stjórnmálamanni í aldarfjórðung á Íslandi eins mikið vitnað og út úr fáum ræðum hefur verið jafn heiftarlega snúið. Gylfi Þ. Gíslason ræddi um samvinnu ríkja, tækniframfarir, efna- hagslegar framfarir og hvað áynnist og hverju væri fórnað þegar ríki ynnu saman. Síðari hluti ræðunnar fjallar síðan um íslenska menningu og sögu, hlut Þjóðminjasafns, þjóðlegrar menningar, varðveislu þjóð- legra minja, sögu og menningar, og þá staðreynd að „Þjóðminjasafn Íslands megi um allar aldir, meðan íslensk tunga er töluð og íslenskt hjarta slær, vera einn þeirra vita er beini lítilli þjóð Íslendinga rétta leið um sollið úthaf viðsjállar veraldar, – viti, sem logi skært og lýsi íslenskri þjóð í eilífri viðleitni hennar til þess að varðveita sjálfa sig“. En Gylfi hafði fyrr í ræðunni, þar sem hann fjallaði um samvinnu þjóða, látið þessi orð falla: Einn mesti stjórnmálaskörungur á fyrri hluta þessarar aldar [hér er átt við Winston Churchill] sagði ekki alls fyrir löngu, að svo virtist nú komið, að helsta ráðið til þess að efla sjálfstæði þjóðarinnar væri að fórna sjálfstæði hennar. Þetta kann að hljóma sem öfugmæli. En orðið sjálfstæði er hér auðvitað notað í tvenns konar merkingu. Átt er við það að svo virðist sem ein tegund sjálfstæðis verði ekki efld nema á kostnað annarra. Þjóðviljinn fór vegna þessarar ræðu í sitt versta þjóðrembuskap. Árum saman gerði jafn upplýstur maður og Magnús Kjartansson sér ýmist leik að því að þykjast ekki skilja hvað hér hafði verið átt við eða beinlínis að snúa út úr því. Í nýútkomnu ritgerðasafni sínu endurprentar hann eina af fjölmörgum greinum um þetta efni, sem heitir því hógværa nafni: Að vera Íslendingur. Þar segir: Gylfi Þ. Gíslason hélt því fram í ræðu sinni, að sjálfstæði Íslands væri í rauninni forngripur, sem hvergi ætti heima nema í Þjóðminjasafninu. Ástæðan væri ekki sú, að ráðherrann vildi endilega sjálfstæðið feigt, heldur hafði hann komist að þeirri niðurstöðu, að Íslendingar væri svo smáir og vanmegnugir, að þeir gætu ekki fylgst með á tíma fjöldaframleiðslu, stórs markaðs, stórra átaka, sterkra afla mikils valds. Lítið stoðaði að halda af einhverri tilfinningasemi í sjálfstæði sem hefði ekki eðlilegar efnahagslegar forsendur: „Hversu lengi varðveitir sú þjóð sjálfstæði sitt, sem dregst aftur úr öllum“. Því var aðeins óhjákvæmilegt raunsæi, að Íslendingar gerðust aðilar að stærri heild, nýju Vestur-Evrópustórveldi, og kemur ekki hlutdeild í auknu sjálfstæði og vaxandi öryggi voldugs bandalags í stað minnkandi sjálfsforræðis hvers einstaks? TMM_1_2009.indd 93 2/11/09 11:27:30 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.