Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 98
H e i n r i c h B ö l l 98 TMM 2009 · 1 Hlæjandinn Þegar ég er spurður um starf mitt verð ég vandræðalegur: ég roðna, stama, ég sem er annars þekktur fyrir sjálfsöryggi. Ég öfunda fólk sem getur sagt: Ég er múrari. Ég öfunda hárskera, bókhaldara og rithöfunda vegna þess hve játningar þeirra eru einfaldar, því að öll þessi störf skýra sig sjálf svo ekki er þörf langdreginna skýringa. Ég neyðist til að svara slíkum spurningum svo: Ég er hlæjandi. Slík játning kallar á frekari svör, þareð ég verð að svara spurningunni „lifirðu á því?“ sannleikanum samkvæmt með „jái“. Í raun lifi ég af hlátri mínum, og kemst vel af, því að það er eftirspurn eftir hlátri mínum – svo maður beiti viðskiptalegu hugtaki. Ég er góður, ég er lærður hlæjandi, enginn hlær eins og ég, eng- inn veldur eins vel blæbrigðum listar minnar. Ég hef lengi – til að losna við hvimleiðar skýringar – sagst vera leikari en vald mitt á svipbrigðum og framsögn er svo klént að mér fannst þetta heiti ekki vera sannleikn- um samkvæmt: Ég elska sannleikann, og sannleikurinn er: Ég er hlæj- andi. Ég er hvorki trúður né gamanleikari, ég kæti fólk ekki heldur bý til glaðværð: Ég hlæ eins og rómverskur keisari eða eins og viðkvæmur stúdent, hlátur 17. aldar er mér leikur einn sem og 19. aldar, og ef þörf krefur hlæ ég allar aldir, allar þjóðfélagsstéttir og aldurshópa: Ég hef einfaldlega lært það, eins og maður lærir að sóla skó. Hlátur Ameríku hvílir í brjósti mér, hlátur Afríku, hvítur, rauður, gulur hlátur – gegn hæfilegri greiðslu læt ég hann hljóma eins og leikstjórnin mælir fyrir. Ég er orðinn ómissandi, ég hlæ á hljómplötur, hlæ á tónbönd, og leik- stjórar útvarpsleikrita umgangast mig af nærfærni. Ég hlæ þunglyndis- lega, hóflega, móðursýkislega – hlæ eins og sporvagnsstjóri eða eins og lærlingur í matvöruverslun; hláturinn að morgni, hláturinn að kvöldi, hláturinn að nóttu til, og hláturinn þegar húmar, í stuttu máli: Hvenær og hvernig sem hlæja skal: Ég sé um það. Ykkur er óhætt að trúa því að slíkt starf tekur mjög á, einkum þareð ég – það er mín sérgrein – hef vald á smitandi hlátri; þannig er ég orðinn ómissandi fyrir þriðja og fjórðaflokks gamanleikara, sem réttilega skjálfa af ótta við að kjarninn í skrítlum þeirra falli í grýttan jarðveg. Ég sit næstum á hverju kvöldi á fjölleikahúsum eins og skarpskyggn leigu- klappari, til þess að hlæja smitandi þar sem veikleikar eru í dagskránni. Þetta verður að vera hárnákvæmt: Hjartanlegur, trylltur hlátur má ekki koma of snemma, og heldur ekki of seint, hann verður að koma á réttu augnabliki – þá spring ég af hlátri samkvæmt prógramminu, allir áhorf- endur öskra með, og brandaranum er bjargað. En þá laumast ég dauðþreyttur í fatahengið, fer í frakkann, ánægður TMM_1_2009.indd 98 2/11/09 11:27:31 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.