Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 99
Tvæ r s m á s ö g u r TMM 2009 · 1 99 með að eiga fríkvöld. Heima bíða mín oftast skeyti: „Þurfum nauðsyn- lega á hlátri þínum að halda. Upptaka á þriðjudaginn“ og ég húki nokkr- um stundum síðar í alltof heitum lestarklefa og harma örlög mín. Allir hljóta að skilja að þegar ég er í fríi að kvöldlagi eða í orlofi finn ég ekki fyrir mikilli löngun að hlæja. Fjósamaðurinn er kátur þegar hann getur gleymt kúnni, múrarinn steypuhræru, og á heimili trésmiða eru oftast bilaðar dyr og skúffur sem erfitt er að opna, kökubakarar halda uppá súrar gúrkur, slátrarinn marsípan og bakarinn tekur bjúgu framyfir brauð, nautabanar hafa yndi af dúfum, hnefaleikamenn fölna þegar börn þeirra fá blóðnasir. Ég skil það vel því að ég hlæ aldrei þegar ég er kominn úr vinnunni. Ég er mjög alvörugefinn og fólk telur mig – ef til vill með réttu – vera bölsýnismann. Á fyrstu árum hjúskapar okkar sagði kona mín oft við mig: „Hlæðu nú einu sinni“, en nú er henni orðið ljóst að ég get ekki orðið við ósk hennar. Ég er hamingjusamur þegar ég get slakað á andlitsvöðvum mínum og útjöskuðu geði með djúpri alvöru. Já, ég verð taugaveiklaður við hlátur annarra, af því hann minnir mig á starf mitt. Því er hjóna- band okkar kyrrlátt og friðsælt, því hún hefur gloprað niður hlátrinum. Annað veifið stend ég hana að því að brosa og þá brosi ég einnig. Samtöl okkar eru lágvær, því að ég hata hávaðann í fjölleikahúsum og hávaðann sem oft er í upptökuherbergjum. Fólk sem þekkir mig ekki heldur að ég sé dulur. Ef til vill er ég það af því að ég verð svo oft að opna munninn til að hlæja. Ég geng svipbrigðalaus um líf mitt, leyfi mér stöku sinnum að brosa mildilega og hugsa oft um það hvort ég hafi nokkur tíma hlegið. Ég held ekki. Systkini mín segja að ég hafi alltaf verið alvarlegur drengur. Ég hlæ á fjölbreyttan hátt en þekki ekki minn eigin hlátur. Guðmundur Georgsson þýddi TMM_1_2009.indd 99 2/11/09 11:27:31 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.