Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 103
TMM 2009 · 1 103 Silja Aðalsteinsdóttir Þorpssögur á leiksviðum Sumarljós í Þjóðleikhúsi og Steinar í djúpinu í Hafnarfirði Skáldsagan Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson safnar að sér fallegum lýsingarorðum. Frásagnarháttur hennar er óvæntur, hún er fjarskalega vel skrifuð og skemmtileg. Fyrst og fremst er hún þó falleg saga um reglulega vænt fólk, að minnsta kosti inn við beinið. Ljúf er held ég orðið sem nær best yfir hana í heild. Þó gerast í henni grimmilegir atburðir, þar er meðal annars sagt frá sjaldgæfum geðröskunum, þungbærri sorg, alvarlegum svikum sem stafa af ónógri stjórn á sterkustu hvötum okkar og mannskæðum slysum. Sagan kom út haustið 2005 og fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir það ár. Aðdáendur Jóns Kalmans voru búnir að bíða lengi eftir þeirri viðurkenningu; Snarkið í stjörnunum var frábær bók (2003) og Ýmislegt um risafurur og tímann sömuleiðis (2001), og síðan Sumarljósið kom út hefur hann bætt við þeirri ótrúlegu sögu Himnaríki og helvíti (2007). Aðal Jóns Kalmans er sögumannsröddin, svo hlý og kærleiksfull án þess að vera væmin, þar kemur til orðheppnin, góðlátleg fyndnin og gegndarlausar ýkjurnar. dæmi þessa má finna á hverri blaðsíðu í Sumar- ljósinu. Þar hefur almannarómur þorpsins orðið, „við“ segjum þessa sögu og lýsum bæði mönnum og atburðum í fortíð og nútíð. Mannlýs- ingarnar eru margar nákvæmar og lifandi. Ég opna bókina af handahófi þar sem sagt er frá Sigríði í Kaupfélaginu: „18 ára var hún kosin ungfrú Vesturland, hávaxin, grönn, með sítt ljóst hár, hún sveiflaði því og fjöll- in breyttu um lögun […] Ár hafa liðið frá því að hún gerði okkur agn- dofa með sínum átján árum, þegar hún sáldraði brosinu í kringum sig eins og gulldufti, en hárið hennar er samt enn jafn djöfullega ljóst, lík- aminn spengilegur, hann minnir á antílópu, og stundum er eins og það sé dulin eða óljós spenna í honum sem bíði þess að fá útrás.“ (Bls. 59–60) TMM_1_2009.indd 103 2/11/09 11:27:31 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.