Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 114
Á r m a n n J a k o b s s o n 114 TMM 2009 · 1 bóginn tilfærir Jón allmargar sögur um afturgöngur, uppvakninga og fylgjur sem allar eiga sameiginlega drætti með vitsugum og hringvom- um.12 Sá er þetta ritar hefur raunar heyrt lítil börn kalla vitsugu úr Harry Potter bókunum „draug“ og reynist sá barnslegi misskilningur hitta naglann á höfuðið.13 Þó að vitsugurnar sjálfar séu væntanlega ekki beinlínis draugar er óttinn sem þær skapa nátengdur óttanum sem draugar eins og drakúla, Frankenstein og hringvomar Tolkiens vekja hjá mönnum og áhrifin eru ekki ósvipuð heldur. Afturgöngurnar eru skilgreindar sem menn sem eru hjálparlaust á reiki eftir dauðann af ýmsum ástæðum. Jón Árnason nefnir þar sér- staklega fólk sem á harma að hefna, hefur dáið voveiflega eða gengur aftur af fúlmennsku og heift.14 Þessir draugar hafa þá upphaflega fæðst sem ósköp venjulegar manneskjur en atvik í lífinu hafa umhverft þeim í voma sem geta lagst á annað fólk og unnið því þannig mein. Sumir draugar af þessu tagi geta haft svipuð áhrif á hina lifandi og vitsugurnar í heimi Harry Potters. Það á til að mynda við um útburðinn fræga sem kveður móður sinni vísuna: „Móðir mín í kví, kví“. Móðurinni bregður þá svo við „að hún varð vitstola alla æfi síðan“.15 Uppvakningarnir eru aftur á móti látnir menn sem ganga ekki af eigin rammleik heldur eru magnaðir upp „með tröllskap og fjölkynngi“ og algengt er að særingarmaðurinn hyggist nýta uppvakninginn sem „sendingu“ á óvini sína – ekki ósvipað og tilberamóðir nýtir tilbera sinn í eigin þágu.16 Það gefur auga leið að uppvakningar eru því ævinlega stórhættulegir, eins og afturgöngur eru raunar oftast líka en þurfa þó ekki endilega að vera. Í íslenskum þjóðsögum er hið líkamlega gjarnan fulltrúi hins andlega, eins og raunar í þjóðsögum og ævintýrum almennt.17 Þannig er langalgengast að afturgöngur og uppvakningar skaði fórnarlömb sín líkamlega þó að einnig séu þess dæmi að þessar verur reyni að æra og trylla fórnarlambið. Enn eru dæmi þess að draugurinn hyggist breyta fórnarlambinu í sjálfan sig og það stef hefur síðan verið margnýtt í hryllingsbókmennt- um. Sú er til að mynda hættan sem iðulega fylgir bæði drakúla greifa og hringvomunum í Hringadróttinssögu, þessar skuggaverur leggjast stundum á venjulegar manneskjur í þeim tilgangi að gera þær sér líkar.18 Ekki verður betur séð en að eitthvað svipað vaki fyrir djáknanum í Myrká í þeirri alkunnu þjóðsögu.19 djákninn sækir Guðrúnu heitkonu sína og virðist ætla að taka hana með sér í opna gröf, breyta henni í draug eins og hann er sjálfur. Slík örlög eru almennt skilgreind sem verri en dauðinn í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum, rétt eins og þau örlög að vera kysstur af vitsugu í bókunum um Harry Potter. TMM_1_2009.indd 114 2/11/09 11:27:31 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.