Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 116
Á r m a n n J a k o b s s o n 116 TMM 2009 · 1 „kveldriða“, en ekkert kemur út úr þeim málaferlum.23 Aftur á móti játar Katla seinna verknaðinn og er í kjölfarið tekin af lífi.24 Enginn vafi leikur á því að „kveldriða“ er galdrakona en óljóst er raunar hvort kveldriðan sé Geirríður sjálf eða sending sem hún magni á Gunnlaug. Greinarmunurinn þar á milli þarf raunar ekki að vera neinn; slík sending má teljast hluti af galdramanni sem fer hamförum eins og lýst er í Heimskringlu: „Lá þá búkrinn sem sofinn eða dauðr, en hann var þá fugl eða dýr, fiskr eða ormr ok fór á einni svipstund á fjarlæg l nd at sínum ørendum eða annarra manna“.25 Ótvírætt er hins vegar að kveld- riða er eins konar vitsuga, hún rænir vitinu frá Gunnlaugi (í einhverjum skilningi rænir hún ham hans og gerir þannig hamslausan), ærir hann og tryllir þannig að hann kemst líklega aldrei til vitsins aftur.26 Síðar í sögunni kallar Katla Geirríði raunar „trollit“,27 og bendir það til þess að kveldriða eða galdrakind geti flokkast sem „tröll“, eins og það hugtak er notað á miðöldum (ég hef annarstaðar rökstutt að merking þess sé mjög víð og geti meðal annars náð bæði yfir galdramenn, heiðin goð, villtar óvættir og hvers konar kvikindi sem hafi verið mögnuð upp með göldrum). Rétt er að minna á það að eitt af því sem tröll gera er að trylla menn, þ.e. leggjast á þá og ræna þá ráði og rænu og breyta þeim í tröll. Vitsugan er því tegund af trölli.28 Í þessari sögu má líta á orðið „ríða“ sem hálfgert samheiti við „trylla“; í öllu falli eru áhrifin svipuð. Að „ríða“ manneskju jafngildir því að leggjast á hana og ræna hana einhverju sem henni er mikilvægt. Þetta er því alfarið neikvætt orð og á lítið skylt við reiðtúra á hestum eða aðrar ríðingar sem afþreyingargildi hafa.29 Orðið „marlíðendr“ er mjög áhugavert í ljósi þess að lík orð eru gjarn- an notuð yfir kveldriður í öðrum tungumálum (sbr. enska orðið „mare“ og ungverska orðið „mora“).30 Þegar Geirríður minnist á marlíðendur á hún greinilega von á kveldriðum á ferð. En þá víkur sögunni að orðinu „martröð“. Hver er það sem treður þann sem er ásóttur í draumi? Er sú mara eins konar kveldriða eða vitsuga? Tíðkast slíkar mörur kannski um allan heim? Og hversu mörg nöfn má eiginlega finna slíkri óvætti? 4. Allir heimsins óhreinu andar Hér að framan hef ég ekki gert róttækan greinarmun á vitsugum, hring- vomum, tilberum, mörum, kveldriðum, afturgöngum, uppvakningum, blóðsugum (vampírum), tröllum og öðrum sníkjudýrum. Allt frá því að vísindamenn byrjuðu að rannsaka þessar kynjaverur hafa sameiginleg einkenni þeirra blasað við en einkum þó þau svipuðu áhrif sem þau hafa TMM_1_2009.indd 116 2/11/09 11:27:31 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.