Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 117
Yf i r n á t t ú r l e g a r r í ð i n g a r TMM 2009 · 1 117 á fórnarlömb sín. Þegar um yfirnáttúrulegar verur er að ræða hljóta áhrifin að vera lykilþáttur í skilningi á þeim og allar þessar tegundir hafa í raun ekkert hlutverk sem er ótengt fórnarlömbunum, þær eru til gagngert til þess að ógna okkur mennskum mönnum og níðast á okkur. Freudíski sálfræðingurinn Ernest Jones beindi þannig sjónum að martröðum sem sálfræðilegu fyrirbæri snemma á 20. öld (bók hans Um martraðir kom út árið 1931 en grundvallast að talsverðu leyti á greinum frá 1910–1912).31 Hann ræddi um leið orðsifjar og þjóðtrú tengd orð- stofninum „mar-“ sem finnst í flestum germönskum orðum um mar- traðir (e. nightmare, sæ. mardröm, da. mareridt). Jones var ófeiminn við að tengja möruna við yfirnáttúrulegar verur úr latneskri hefð, svo sem karlkynsdjöfulinn incubus og kvenkynsdjöfulinn succubus sem ríða mönnum í öðrum skilningi en í Eyrbyggju, þar sem þessir djöflar reyna oft að eiga kynmök við venjulegar mannverur í draumum þeirra.32 Sænski þjóðfræðingurinn dag Strömbäck gerði einnig mikilvæga úttekt á ýmsum hamskiptum af þessu tagi í riti sínu um seið frá árinu 1935. Þar fjallaði hann sérstaklega um orðin kveldriður, myrkriður, túnriður og tröllriður sem öll finnast í miðaldaheimildum. Hann telur einboðið að tengja þessi hugtök við seið og hamskipti; þessar „riður“ séu taldar vera hugur galdramanns sem getur klofið sig í tvo hluta og sent riðuna á fórnarlamb sitt, eins og lýst er í Heimskringlu. Hér þykir hann nálgast forna þjóðtrú um hvernig galdramenn gætu klofið eigin huga eða persónuleika í tvennt og gæti tvífarinn enn fremur tekið á sig lík- amlegt form.33 Ungverski þjóðfræðingurinn Eva Pócs hefur fetað í spor Strömbäcks og nýlega bent á skyldleika ungversku nornarinnar mora við norrænar fylgjur og sendingar. Þessi ungverska mora er eins konar fylgja, sál eða tvífari nornar sem hún getur sent á óvini sína, á mjög svip- aðan hátt og nota má uppvakninga í íslenskum þjóðsögum og er alveg hliðstæð „kveldriðunni“ sem Katla sendir á Gunnlaug hinn námfúsa.34 Eins og Pócs bendir á eru varúlfar einnig slíkir tvífarar eða sendingar og geta lagst á fólk einmitt í þeim tilgangi að sjúga úr því allt líf og vit, hugsanlega með það að meginmarkmiði að færa fórnarlambið yfir í heim árásaraðilans, rétt eins og draugar, tröll, hringvomar og vitsugur geta einnig gert. Bandaríski málfræðingurinn Jan L. Perkowski hefur kynnt til sögunnar hugtakið „djöflamengun“ eða „tröllamengun“ (dae­ mon contamination) sem getur náð yfir ýmsar tegundir tilbera. Einkum hefur hann þó áhuga á þeirri gerð þar sem blásið hefur verið lífi í liðið lík sem síðan herjar á lifendur að nóttu til.35 Perkowski nefnir fjórar tegundir slavneskra vætta sem stundi slíka TMM_1_2009.indd 117 2/11/09 11:27:31 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.