Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Qupperneq 130

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Qupperneq 130
d ó m a r u m b æ k u r 130 TMM 2009 · 1 vísa til aðalpersónunnar ýmist með 1. persónufornafninu „ég“ eða 3. persónu- fornafninu „hún“. Þessi skipti eru nokkuð ör framan af sögu en þeim fækkar eftir því sem á líður frásögnina. Í þekktri skáldsögu Marguerite duras, La douleur (1985) (titillinn vísar til sársauka) notar duras þessa sömu aðferð. Þar er augljóst að sögukonan, sem að mestu leyti talar í 1. persónu, grípur til 3. persónufornafnsins þegar það sem hún lýsir er of sársaukafullt fyrir hana að horfast í augu við; 3. persónufornafnið er þá leið sögukonu til að skapa fjarlægð á milli sín og hinna sársaukafullu lýsinga. Ég fæ ekki séð að neitt slíkt sé á ferð- inni í sögu Álfrúnar, með einni athyglisverðri undantekningu sem rædd verð- ur hér á eftir. Það má hins vegar geta sér til um að hér sé einfaldlega verið að vísa til þess að sögukonan skoðar sjálfa sig bæði utan frá og að innan; að upp- rifjun hennar á fortíðinni sé fólgin í því að horfast í augu við atburði fortíðar og ekki síður í því að kannast við þær tilfinningar sem hafa lengst af verið bældar. Bæling hlýtur alltaf að vera undirliggjandi í frásögn þar sem sögumaður er tregur til þeirrar upprifjunar sem frásögnin byggist engu að síður á. Það er líklega engin tilviljun að sagan hefst á draumi sögukonu sem hún afgreiðir sem: „Tómt rugl auðvitað,“ en bætir síðan við „en þótt draumar séu lítið annað geta þeir samt fengið hjartað í manni til að ólmast líkt og innilokaður fugl í leit að frelsi“ (5). Ekki túlkar sögukona drauminn fyrir okkur þó að henni hvarfli að vísast hefði Freud eitthvað haft um hann að segja (6). Stuttu síðar skellur á mikil regnskúr og Rán óttast að vatn flæði í kjallarann og drífur í að hreinsa rusl sem safnast hefur í niðurfallið: „Hvaðan kom þetta allt? Fatan ofan við brekkuna sem húsið stóð í hlaut að vera sökudólgurinn, áreiðanlegt að flæddi óhindrað um opið hliðið og niður stíginn. Hana verkjaði í bakið en mátti ekki gefast upp. Sannfærðist um að hún væri að gera eitthvað sem hefði táknræna merkingu þótt í svipinn væri henni ókunnugt um hvað það var“ (14). Freistandi er einmitt að lesa kjallara sem á að hættu að fyllast og niðurfallshreinsun sem táknræna tilvísun til undirmeðvitundarinnar og þeirrar sálrænu skoðunar sem á sér stað í bókinni. Rödd í draumnum segir skipandi: „Vertu kyrr! Ekki hreyfa þig!““ (6) og Rán tengir skipunina við bernskuna og móður sína. Til- efnið voru tíðar heimsóknir til saumakonu sem mældi Rán út þegar sauma skyldi á hana nýjar flíkur. Skipunin: „Vertu kyrr“ fær að sjálfsögðu aðra skír- skotun þegar haft er í huga að hana dreymir drauminn daginn áður en hún leggur af stað í ferðalagið til Íslands. Þótt hún sé staðráðin í því að fara, verði reyndar að fara til að gera upp dánarbú foreldra sinna með systur sinni, Þóru, þá er ljóst að hún kvíðir fyrir ferðalaginu. Reyndar verður brátt ljóst að Rán er ekki í góðu jafnvægi. Hún er kvíðin, tekur svefnpillur og notar áfengi óspart. Hjónaband hennar og hins svissneska eiginmanns hennar, Hansjürg, er barn- laust og virðist ekki mjög hamingjusamt. Þau hjónin eiga fáa vini, þeir eign- uðust börn og barnabörn, voru uppteknir af fjölskyldum sínum og hurfu. Eina vinkonu á Rán, Mado, en samband þeirra virðist ekki byggjast á trausti, að minnsta kosti ekki af hálfu Ránar. Rán er dómhörð í garð Mado, hefur lítinn skilning á skammvinnum ástarsamböndum hennar, líkar ekki hversu „nær- TMM_1_2009.indd 130 2/11/09 11:27:32 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.