Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 133

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 133
d ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 1 133 Páll Valsson Veröld sem var Guðjón Friðriksson: Saga af forseta. JPV 2008 Eins og skýrt kom fram hjá höfundi þessarar bókar, reyndar ítrekað að gefnu tilefni, þá er þessi bók alls ekki hugsuð sem ævisaga Ólafs Ragnars Grímssonar – enda er hún það ekki. Hún vekur hins vegar upp ýmsar spurningar sem ein- ungis ævisaga gæti svarað og verða áleitnar við lesturinn: Hver er Ólafur Ragn- ar Grímsson? Hverjar eru rætur hans? Hvernig var uppeldi hans háttað? Hvernig mótuðust hugmyndir hans? Sérhver lesandi hlýtur að verða forvitinn um bakgrunn Ólafs Ragnars, því hann er vissulega sérstæður og um margt ráðgáta. Þessu tengjast líka ýmsar spurningar sem ævisaga hefði gert fastari atlögu að. Til dæmis grundvallarspurningar um pólitískan feril Ólafs Ragnars og ekki síður hvernig það gat gerst árið 1996 að umdeildasti stjórnmálamaður landsins, formaður flokks með 15–20% fylgi og þar að auki helmingur flokks- ins honum mjög andsnúinn – gat orðið forseti Íslands. Þetta er auðvitað ákveð- in lykilspurning því hún felur í sér athugun á flóknu sambandi Ólafs og þjóð- arinnar, en jafnframt eðli forsetaembættisins og nákvæma greiningu á þjóð- arsálinni á fyrri hluta ársins 1996. Vissulega er komið inn á þetta í bókinni, en hér hefði maður gjarnan kosið ítarlegri umfjöllun. Hún liggur hins vegar hálf- vegis utan við skilgreindan ramma bókarinnar – sem er saga af forseta. Það er ýmislegt sem bendir til þess að þjóðin hafi verið tilbúin fyrir annars konar forseta en Vigdísi Finnbogadóttur og Kristján Eldjárn, séu þau tvö spyrt saman sem er vitanlega einföldun. Þau áttu hins vegar sameiginlegt að vera kannski fyrst og fremst menningarlegir málsvarar þjóðarinnar, lögðu áherslu á sögu og menningu sem sameiginlegan grundvöll hennar og arf – land, þjóð og tungu sem þau skírskotuðu gjarnan til í ræðum. Vigdís steig hins vegar ný skref, eins og breyttir tímar kröfðust, meðal annars í þjónustu embættisins við atvinnulíf og útflutning, eins og bent er á í bókinni. Ólafur Ragnar hefur greinilega skynjað hvernig vindar blésu og hann segist sjálfur hafa kynnt aðrar áherslur í kosningabaráttu sinni, til dæmis á málskots- réttinum sem síðar átti eftir að verða umdeilt. Ólafur segir, en hefur þó sjálf- sagðan fyrirvara á sinni túlkun, að vegna þessa hafi kjör hans sem forseta veitt honum „umboð til að láta meira til sín taka en áður“. Túlkun hans á málskots- réttinum hafi legið ótvírætt fyrir í kosningabaráttunni og landsmenn hafi kosið hann. Óhætt er að taka undir fyrirvara Ólafs sjálfs á þessari túlkun Auðvitað heyrðust slíkar raddir, rétt eins og þær að æskilegt væri að fá nú forseta sem hefði aðrar áherslur en Vigdís. nema hvað? Ekkert er eðlilegra en að einhver þreyta komi í sambúð þjóðar og forseta eftir 16 ár, og menn skulu ekki vanmeta þörf Íslendinga fyrir tilbreytingu. En að sama skapi ber að fara varlega í að draga þá ályktun að þessar raddir hafi verið eitthvað sem kalla TMM_1_2009.indd 133 2/11/09 11:27:32 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.