Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 134

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 134
d ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2009 · 1 mætti „almenn krafa“, því ég held að því fari víðs fjarri. Þvert á móti bendir margt til þess að í þessu efni sé þorri landsmanna íhaldssamur og vilji að forseti stígi varlega til jarðar. Sú kenning Ólafs Ragnars að hann hafi með einhverjum hætti fengið umboð þjóðarinnar til þess að láta meira til sín taka orkar því tvímælis, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ekki er því að neita að það er sterk hneigð í þessari bók með söguhetjunni Ólafi Ragnari Grímssyni, og stundum má undrast hana. Því er haldið fram að fyrri forsetar, Kristján og Vigdís, hafi verið hlutlaus og valdalaus sameining- artákn, sem að hluta til er vissulega rétt, en þau hafi ekki tekið á málum sem ollu ágreiningi. Þannig hafi þau hætt að halda ræður við þingsetningu, „vildu líklega ekki hætta á að sæta gagnrýni enda bæði mjög viðkvæm fyrir henni“. (81) Þessi ályktun sýnist byggð á hæpnum grundvelli. Látum vera með við- kvæmni Vigdísar og Kristjáns, en hitt sýnist líklegra að þau hafi einfaldlega haft aðra sýn á hlutverk forseta en Ólafur, og ekki viljað messa yfir þingheimi miklu frekar en að ótti við gagnrýni hafi ráðið för. Þá er einnig látið að því liggja að vikulegir fundir Vigdísar með forsætisráðherra hafi skapað eftirlits- vald með forsetanum, sem er kynleg ályktun. Af hverju í ósköpunum ætti for- sætisráðherra að þurfa að hafa eftirlit með forseta sem lítur á sig sem hlutlaust og valdalaust sameiningartákn, eins og fyrr var ályktað? Hér er verið að undir- byggja þá kenningu að fyrri forsetar hafi verið full stimamjúkir við valdið og gert það sem þeim var sagt, ólíkt söguhetju bókarinnar sem taki strax frum- kvæði og tali um það sem „skipti máli“. Þetta kann að vera rétt út frá sjónar- horni bókarinnar, en þá ber að hafa í huga að nefndir þrír forsetar eru gerólíkt fólk, og í embætti á gerólíkum tímum, og hvert þeirra hafði sinn hátt á að segja hluti sem hiklaust skiptu þjóðina miklu máli. Rétt eins má leiða rök að því ræður Kristjáns og Vigdísar um íslenska sögu og menningu hafi skipt miklu meira máli í hinu stóra samhengi en sú aukna áhersla á dægurmál sem á móti má halda fram að hefjist með forsetatíð Ólafs Ragnars. Talsvert er að vonum fjallað um framgöngu Ólafs Ragnars í utanríkismál- um, enda lá beint við að þar myndi hann beita sér af krafti. Og það gerir hann svo sannarlega og umfangsmikil sambönd hans víða erlendis, ekki síst í Ind- landi, hljóta að koma flestum á óvart. Þótt „sjálfstæði“ og „frumkvæði“, falleg orð og jákvæð sem notuð eru um framtak forsetans, séu vel meint þá er það hins vegar utanríkisráðuneytið sem fer með stjórn utanríkismála og mótar utanríkisstefnu þjóðarinnar. núningur þarna á milli var því kannski óhjá- kvæmilegur, en auðvitað hefðu þessir aðilar getað stillt saman strengi sína; í eðlilegu og upplýstu samfélagi. En þessi bók, og það er einn af kostum hennar, varpar ljósi á það að árum saman gengu forseti Íslands og utanríkisríkisráðu- neytið ekki í takt og nauðsynlegt samráð hefur augljóslega verið í algjöru lág- marki. Fyrir íslenska þjóð er slíkt auðvitað óásættanlegt og ekki til þess fallið að auka traust á stjórnsýslunni. Hér skiptir auðvitað máli fyrir framgöngu Ólafs Ragnars, og þá gagnrýni að hann hafi stundum „farið fram úr sjálfum sér“, að helstu andstæðingar hans töluðu opinskátt um að embætti forseta Íslands væri óþarft og ætti að leggja TMM_1_2009.indd 134 2/11/09 11:27:33 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.