Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 135
d ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 1 135 niður. Vel má ímynda sér að það hafi hleypt Ólafi kappi í kinn, svo kappsamur sem hann er að eðlisfari; hann hefur viljað sanna gildi embættisins og um leið sjálfan sig, og þegar slíkt markmið bætist við hans miklu og meðfæddu drift þá er ekki skrýtið að hart hafi verið fram gengið. davíð Oddsson, helsti andstæðingur Ólafs, er fyrirferðarmikill í bókinni, og kann einhverjum að koma það á óvart. Það er mikil synd að davíð skuli ekki taka hér til máls, líkt og til dæmis Halldór Ásgrímsson, en framlag hans er bókinni mjög mikilvægt og skapar ákveðið jafnvægi. Eins og vænta mátti er davíð hér í hlutverki andhetju og sjónarmið hans fá lítið rými. Hitt er annað að sú mynd sem hér er teiknuð upp af stjórnlyndi davíðs er í samræmi við ýmis önnur skrif – og sé þessi mynd rétt þá hlýtur sú spurning að verða mjög áleitin hvernig það hefur getað gerst að einn maður nær slíkum heljartökum, ekki bara á flokki sínum heldur um allt þjóðfélagið. Sú mynd sem Guðjón dregur upp af íslensku þjóðfélagi um aldamótin 2000, og fer gamanið þó verulega að kárna í kringum heimastjórnarafmælið 2004 og svo fjölmiðla- frumvarpið, er sannarlega ófögur. Hún kallast í ýmsum atriðum á við bók Einars Kárasonar um Jón Ólafsson og væri forvitnilegt að bera þær rækilegar saman. Þetta er mynd af þjóðfélagi sem skipar mönnum í fylkingar, með réttu eða röngu, og á milli þeirra er stöðugur ófriður, oft út af fullkomnum smá- munum eða hégómaskap. Enginn vafi leikur á því að þetta hugarfar, þetta stríð á stóran þátt í óförum landsins sem enn sér ekki fyrir endann á. Hverjum óbrjáluðum lesanda hlýtur að blöskra þessi persónulega óvild, og harma um leið hlutskipti Íslands þar sem kjörnir fulltrúar og embættismenn hafa ekki fremst í huga landsins hag og þegna þess, „eins og öllum góðum mönnum sæmir“, með orðum Fjölnismanna, heldur standa endalaust í harðvítugri valdabaráttu og ómerkilegum tilraunum til þess að knésetja andstæðinga sína. Fram kemur að bókin var rituð árin 2006 og 2007 „og ber ritunartímanum nokkurt vitni og þeim bjartsýnisanda sem þá ríkti“. eins og höfundur segir í formála. Þetta eru orð að sönnu og margt segir mér að hefði bókin komið út árið 2007 eins og til stóð hefði hún fengið allt aðrar og betri viðtökur en raun- in varð. Það er til að mynda mjög sérkennilegt að lesa nú kaflann um íslensku útrásina, þar sem henni er lýst af augljósri aðdáun og lítið fer fyrir efasemdum um að þetta sé allt landi og þjóð til framdráttar. Sumt í framgöngu forsetans hlýtur þó að orka tvímælis, til dæmis sérstakar ferðir til þess að liðka fyrir til- teknum samningum einstakra viðskiptamanna. Þar hefur forsetinn algerlega gengið útfrá því að hagsmunir íslenskra viðskiptamanna séu hagsmunir íslensku þjóðarinnar, en eins og rækilega hefur komið á daginn fór því fjarri. Hér kemur fram botnlaus trú á mátt og megin íslenskrar viðskipta- og banka- manna – sem kemur kannski ekki í óvart í ljósi þess sem hér er sagt að einn nánustu samverkamanna Ólafs hafi verið Sigurður Einarsson Kaupþingsfor- stjóri. En um leið verður þessi kafli frábær heimild um veröld sem var, um hugarfar og hugmyndafræði sem ríkti á Íslandi á því tímabili sem kennt hefur verið við TMM_1_2009.indd 135 2/11/09 11:27:33 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.