Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 136

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 136
d ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2009 · 1 góðæri. Þetta var tíminn þar sem viðskiptaráð ályktaði og sagði fullum fetum að ótækt væri lengur að miða stöðu okkar og bera saman við norðurlönd, því við stæðum þeim svo miklu framar á flestum sviðum. Þetta er tími stórkost- legra sjálfsblekkinga og hroka sem varð okkur að lokum að falli. Til þess að koma í veg fyrir að á þjóðina renni aftur þessi sjálfbirgingshamur, stærilæti og dramb, er nauðsynlegt að fara í saumana á því hvernig þetta gat orðið. Bók Guð- jóns Friðrikssonar myndar hiklaust góðan grunn til þeirrar bráðnauðsynlegu umræðu sem vonandi felur í sér heiðarlegt og trúverðugt uppgjör. Halldóra K. Thoroddsen Upplýsingamyrkrið Sjón: Rökkurbýsnir, Bjartur, 2008 Hvert skeið á sér eigin hugarheim sem litar reynsluna, þekkinguna og sann- leikann. Þegar endurreisnarmaður skrifaði lærða grein um ljón þurfti hann að lýsa fyrirbærinu, fjalla um kjörlendi og hvort það fæddi lifandi afkvæmi. Ekki sakaði að geta um innræti skepnunnar, glæsileika hennar eða ljótleika. Líkindi hennar við önnur fyrirbæri, svo sem fótspor ljónsins við ljónslappagras. En tæmandi vísindagrein um ljónið tók líka til allra þekktra ljónasagna, til eftir- myndar ljónsins á himinhvelinu og áhrifa þeirrar myndar á menn, grös og skepnur. Fyrirbærið átti sinn stað í skipaninni sem það speglaði sjálft og var hluti af. Það bar fingrafar guðs sem opinberaði hin földu tengsl með hjálp launhelgrar þekkingar. Þekkingin fólst í túlkun, fóðraðri úr brunni hins sam- eiginlega ímyndunarafls. En svo fóru menn að sundurgreina og eftir stóðu fyrirbærin afskorin sinni duldu merkingu. Slitin úr skipuninni, stök, óbifanleg, flokkuð eftir eðlissér- kennum. Í skáldsögu sinni Rökkurbýsnum leggur Sjón inn í huga hins samtengda heims og sér of víða veröld með augum Jónasar lærða Pálmasonar. Jónas er skáldsagnapersóna sem á sér fyrirmynd í þeim skrítna kvisti Jóni lærða Guð- mundssyni og er skáldsagan trú þeim heimildum sem Jón hefur látið okkur í té og felld eru í hana dæmi úr ritum hans beint og óbeint. Með Jónasarnafninu tekur skáldið sér þó það frelsi sem hann þarf og víkur sér undan skyldum fræðimannsins. Þetta ferðalag inn í forna vitund er magnaður, innlifaður skáldskapur sem hvergi hnökrar. Jónas er fæddur rétt eftir siðaskiptin í bræðingi pápísku og lúthersku. Hann er rammkatólskur og sættir sig ekki við kulda og myrkur hins nýja siðar. Milliliðum manns og almættis hefur verið kastað, kirkjurnar tæmdar af lík- neskjum og velferðarstofnanir kirkjunnar niður lagðar. Mildi Maríu sem allt TMM_1_2009.indd 136 2/11/09 11:27:33 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.