Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 137

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Side 137
d ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 1 137 umlukti er nú víðsfjarri og það er ekki lengur sáluhjálparatriði að gefa fátæk- um, hver hugar að sínu. Móðurlaus þjóðin dýrkar dýrðlinga sína á laun. Ver- aldlegir höfðingjar eflast og láta dólgslega. Enga sáluhjálp er að finna: … þar til sjálftökuríkið líður undir lok og frílífsþjóðirnar liggja með iðrin sundur- sprungin, eins og rottuunginn sem étur á sig gat í tólgartunnunni …(bls. 45) Berfætlingunum buðust engar veitingar lengur, hvorki safaríkt læri af lambi helguðu dýrðlingi né roð af hertri ýsu, né heldur húsaskjól eða vettlingar á kaldar hendur. Langt í frá. nú ríkti frílífið og allt sem einum gafst átti hann sjálfur fyrir sig og sitt fólk. Hinir máttu éta það sem úti frýs. (bls. 80) Af þeim rökkurbýsnum sem lögðust yfir í kjölfar siðaskipta dregur skáldsagan nafn sitt. Jónas verður vitni að Spánverjavígunum. Hann tekur ekki þátt í þeim og aflar það honum óvildar valdsins. Þessi aðgerðarlausa óhlýðni á eftir að reynast Jónasi dýrkeypt og verður þess valdandi að hann er dæmdur í útlegð í Gull- bjarnarey fyrir galdra. nú eru breyttir tímar og sjálfsögð hjávísindi alþýðunn- ar sér til halds og trausts eru litin hornauga. … gamlar Maríubænir og þau dýrðlingaávörp sem best höfðu gefist við að hressa upp á íslenskan búk, ásamt með særingum og þess háttar hvítum áköllum um lið- styrk í baráttunni gegn hrekkjum ára og leiðra anda … (bls. 48) Aðgreiningarvísindin eru mætt á skerið í frumstæðu formi. Þekking Jónasar og sjálfstæð réttlætiskennd sem yfirvöld óttast, verður bæði kross hans og höf- uðlausn oftar en einu sinni. Í þekkingu og skáldgáfu þessa alþýðugrúskara býr það vald sem skákað getur samþjöppuðu yfirvaldi. Jónas er andófsmaður síns tíma í skjóli þekkingar sinnar á fornum fræðum. Sagan er vel sögð. Hún hefst með formála hvar Lúsífer er kastað af himnum fyrir að neita að lúta nýjasta sköpunarverki drottins, manninum. Lúsífer sýnd- ist skepna þessi viðbjóðsleg og sú sýn á manninn verður að sjálfsmynd okkar. Í útlegðinni í Gullbjarnarey rifjar Jónas upp ævina í fyrstu persónu frásögn. Við hittum hann þar fyrir eitt dægur hverrar árstíðar á útlegðartímabilinu 1635–39. Í köflunum er meðframt greint frá daglegu amstri hans, fróðleiks- bauki og andlegum upplifunum. Útlegðin er rofin þegar höfundur sækir Jónas í eyjuna, ávarpar hann með nafni Jóns lærða og rær með hann á skip sem flyt- ur hann til Kaupmannahafnar. Minningar frá Kaupmannahafnarreisu eru sagðar í þriðju persónu. Upprifjunin er ekki línulaga en allir endar vandlega knýttir að lokum. Sögunni lýkur á ferð Jónasar til manna úr útlegð sinni í eynni í maga hvals. Þar mætir hann í draumi súrrealískri mynd höfundar síns (með dröfnótta derhúfu, gogg, fiðraður í kringum augun) sem ýjar að því að hann heiti annað á handanmálinu. Enginn veit sitt rétta nafn fyrr en fyrir augliti drottins. Jónas rís upp á þriðja degi eins og nafni hans í hvalnum og gengur á land til síns erindis að tæma höfuð sitt í letur. TMM_1_2009.indd 137 2/11/09 11:27:33 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.