Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 138

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Síða 138
d ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2009 · 1 Hrakinn og smáður dvelur Jónas í útlegð sinni í miðri leikmynd guðdómsins les úr hverju strái á eilífum höttum eftir lausnarsteini. Því eins og segir: … er byggingarefni tilverunnar og okkar innbúanna stafrófið að baki tungu drott- ins þegar hann frambar veröldina … (bls.15) … aum mannveran þakkar fyrir hverja stund sem henni hlotnast sú náð að fá að heyra þau slitur af sögunni sem varða hana sjálfa … (bls. 15) Í leiðslu skynjar hann skipan alheimsins í anda Tómasar Aquinas. Hann grun- ar möguleika sköpunarinnar með ímyndunaraflinu, að eitt vaxi af öðru, teg- undir bræðist saman og nýjar verði til. Allt er mögulegt. ,Ekkert á sér upphaf eða endi nema í myndinni allri og óskiptri … Og að mér hefur læðst grunur um að það séu liðamótin sjálf, staðirnir þar sem hlutirnir mætast, sem eru hið eilífa og algera í heiminum því þau eru til um leið og þau eru ekki til nema sem fjarlægðir sem tengir aðskiljanleg fyrirbæri … í þessum ósýnilegu bústöðum tel ég víst að almættið búi … (bls.230) … eftir rigningarskúrir dagsins verður veraldarvefurinn sýnilegur … augnablikið sem nóttin fellur glitrar á vatnsperlur á silfurstrengjum hans … náttúran er heil í samhljómi sínum … en hún fer öll í bendu ef reynt er að flokka hana með vitinu. (bls. 232) Jónas er skýrt dreginn þvergirðingur. Hann er rekinn af ástríðu sinni, allt- umgrípandi þekkingarþrá og réttlætiskennd. Hugsjónamaðurinn hvikar ekki einu sinni fyrir málstað eigin afkvæmis. Þar skilur á milli þeirra hjóna, Sigríð- ar og hans. Sigríður kona Jónasar stendur á þröskuldi upplýsingar þegar þau kynnast og frjóvga hvort annað. Tilhugalíf þeirra einkennist af samfelldri hug- myndaorgíu sem höfundur túlkar sem lofsöng þeirra til sköpunarverksins. Vísindamaðurinn Óli Worm fær nokkuð rými í sögunni en hann er fulltrúi hins einlæga sannleiksleitanda. Hann er með allar klær úti eftir þekkingu hvar sem henni er skipað í tignarröð og stendur eins og söguhetja okkar á mótum tveggja hugmyndaheima. Hann hefur öðlast vald fyrir þekkingu sína til þess að frelsa Jónas undan kvölurum sínum. Kvalararnir eiga sér táknmynd í hér- aðshöfðingjanum Ara í Ögri, gráðugum og valdasjúkum. Fleiri eru kallaðir til leiks, örlagavaldurinn Galdra-Láfi, umrenningar, afi og amma Jónasar og börn þeirra Sigríðar, geistlegt vald, griðkur og annað búandlið. Saman myndar pers- ónuflóran mynd af hugmyndaheimi og harðri lífsbaráttu alþýðu manna á miklum umrótartíma. Textinn er þrunginn skáldskap, margfaldur í roðinu, heimspekilegur og ljóðrænn í senn. Sjón smeygir sér eins og ekkert sé inn í málsnið sautjándu aldar og er það mikið afrek. Hann hefur tileinkað sér málfar sérvitringsins Jóns lærða í þaula en í þriðju persónu frásögn er hann trúr aldarfari í framsetn- ingu. Hann er fundvís á hárréttu orðin upp í Jónas og fangar fjarlægt andrými, TMM_1_2009.indd 138 2/11/09 11:27:33 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.