Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 139

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Page 139
d ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 1 139 náttúruskynjun og hugmyndaheim. Á nokkrum stöðum hefja hugmyndir sig upp af síðunum og glitra fyrir augum manns. En allt í þjónustu verksins. Segja má að á öld númer tuttugu og eitt standi mannkyn frammi fyrir þeirri áskorun að að líma saman sundraðan heim. nú höfum við aftur áhuga á því sem tengir, frumunni, genunum. Margar grunsemdir Jónasar hafa reynst rétt- ar. Er ekki verið að hvísla utan úr geimi á geislavirkri tungu, úr úrtíma? Genin komin á skrið, flækjast á milli manna, dýra, plantna og hluta. Sundurgrein- ingin hefur kostað fórnir. Það sem við höfum rifið í sundur, okkur til skilnings er nauðsynlegt að setja aftur saman í sína eiginlegu heild, við höfum aðgang að innviðunum eftir sem áður. nú er kominn tími til að tengja eftir blint tækni- hyggjuskeið sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð. Höfundur minnir okkur nútímamenn á eigin rökkurbýsnir. Maðurinn er skorinn úr sínu samhengi, heiminum er deilt niður í mig, okkur og það. Þessi skipting tekur til alls veru- leikans sem er samofinn og má ekki sundur slíta. Rökkurbýsnir grúfa enn yfir. Atvinnu- og fjármálalífið þarf ekki að huga að siðferði og náttúru, læknirinn hamast á skrokknum en gleymir sál- og félagsveru, borgarskipulag tekur mið af bíl en ekki manni og menningu hans. Svona mætti lengi lengi telja. Sjón er baráttumaður hins samtengda; ímyndunarafls og samhjálpar sem hefur gleymst í efnishyggjunni. Rökkurbýsnir er glæsilegt skáldverk sem á við okkur erindi. Haukur Ingvarsson Smáprósa raðir Óskar Árni Óskarsson: Skuggamyndir úr ferðalagi, Bjartur, 2008 Óskar Árni Óskarsson hefur frá upphafi ferils síns skrifað raðir smáprósa sem bregða upp svipmyndum úr lífi sögumanns þeirra eða samferðamanna hans. Til dæmis mætti nefna sjö prósa röðina „Bergstaðastrætið – úr glötuðu hand- riti bernskunnar“ úr fyrstu bókinni Handklæði í gluggakistunni frá 1986 og níu prósa röðina „Skuggi af snúrustaur: Frásagnir og brot“ úr Veginum til Hólma­ víkur frá 1997. Í fyrrnefndu röðinni eru prósarnir merktir ártölum frá 1957 til 1963 og mynda brotakennda þroskasögu. Lesendur fylgja sögumanni úr vernduðu skjóli bernskuheimilisins til stundar í bílskúr betrektum með mynd- um af hálfberu kvenfólki þar sem „áralangri einangrun“ lýkur kvöld eitt þegar: „… Rúnar [fær] úr’onum yfir bunka af gömlum bílablöðum.“1 Í síðarnefndu röðinni bera allir prósarnir sérstök heiti, þeir eru ekki í tímaröð en tengjast allir með einum eða öðrum hætti því hvernig menn leitast við að varðveita ‚horfin augnablik‘, t.d. á ljósmyndum, í sögum, með þurrkuðum blómum eða TMM_1_2009.indd 139 2/11/09 11:27:33 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.