Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Qupperneq 140

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2009, Qupperneq 140
d ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2009 · 1 í minninu. Í prósa samnefndum röðinni fjallar sögumaður um minningar og segist hafa ferðast með „hús í huganum í meira en þrjátíu ár, geymt innan um öll árin þessi löngu sumarsíðdegi bernskunnar sem hanga ekki lengur saman í minninu en flögra hvert inni í öðru.“2 Hann vitjar hússins í framhaldinu ann- aðhvort í alvöru eða í hugskotinu og á vegi hans verða ýmis kennileiti sem koma honum kunnuglega fyrir sjónir uns hann sér dreng sem situr á tröppum hússins með hönd undir kinn og „[þ]að sem augu hans sjá er öllum hulið, en það mun fylgja honum hvert sem hann fer og slípast eins og steinn í vasa.“ nýjasta prósaröð Óskars Árna Óskarssonar Skuggamyndir úr ferðalagi sver sig í ætt við þær fyrri en hún er lengri og inn á milli frumsamina texta birtast sendibréf, tilvitnanir í sagnaþætti, ljósmyndir og fleira. Prósarnir tengjast allir örlögum einnar og sömu fjölskyldu og í viðtölum í tilefni af útkomu bókarinn- ar dró Óskar Árni ekki dul á að um hans eigið skyldfólk væri að ræða og að sögumaður verksins, sem í upphafi heldur í ferðalag bæði í tíma og rúmi, sé hann sjálfur. Þessi ævisögulega tenging hefur ekki aðeins áhrif á þessa bók heldur einnig fyrri bækur Óskars Árna því í Skuggamyndum á ferðalagi birtast nokkrir prósar að nýju og þar sem þeir standa í röðum í bókunum þá hefur breytt afstaða til eins prósa ósjálfrátt áhrif á afstöðu til hinna. „Skuggi af snúru staur“ kemur manni t.a.m. öðruvísi fyrir sjónir eftir lestur nýju bókar- innar og einhvern veginn rakið að lesa hann sem nokkurs konar lykiltexta að því bókmenntaformi sem Óskar hefur tileinkað sér; prósarnir lýsa atburðum sem hafa varðveist í minni sögumanns um langt skeið og þar hafa þeir slípast og tekið á sig form líkt og steinar í vasa. Sú staðreynd að Óskar hefur gert breytingar á sumum prósanna sýnir að þeir eru enn í mótun og hið breytta samhengi sem þeir birtast í nú undirstrikar að minningar hanga ekki saman í keðjum heldur röðum við þeim sífellt saman með nýjum hætti eftir því sem tíminn líður og aðstæður okkar breytast. Af lýsingum einum að dæma kann að virðast ótrúlegt að það lánist að búa til bókmenntaverk úr þeim ólíku formum sem birtast í Skuggamyndum á ferðalagi en það tekst og hefur raunar lítið með lán að gera. Verkið á sér langan aðdraganda og Óskar Árni hefur með fjölmörgum styttri prósaröðum náð tökum á aðferðum sem gera honum kleift að raða saman sjálfstæðum smáprós- um þannig að lesendur sjái á milli þeirra tengsl. Í Skuggamyndum á ferðalagi má hæglega greina framvindu í tíma leiti lesendur hennar auk þess sem ýmis minni verða að kennileitum sem rata má eftir. En það sem mestu skiptir er þægileg nærvera sögumannsins sem er aldrei ágengur en þó sínálægur og leið- ir lesendur áfram án þess að þeir verði hans varir á löngum köflum. Er einhver fótur fyrir þessu? Fyrsti prósi bókarinnar nefnist „Borðið“ og hefst á lýsingu á borði Stefaníu föð- urömmu sögumanns sem alltaf var dúkað á bernskuheimili hans á Bergstað- arstræti. Undir dúknum var dökkbrúnn blettur sem setið hafði fastur eftir að fóturinn var tekinn af Stefáni syni hennar á Siglufirði veturinn 1920. Bletturinn TMM_1_2009.indd 140 2/11/09 11:27:33 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.