Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 25
Í s l e n s k i b æ r i n n TMM 2014 · 1 25 stóð að tekið var upp á því að breyta þessu baðstofubyrgi í miðlægt alrými. Nærtækara hefði til að mynda verið að umbyggja stofur, skála eða jafnvel eldhús í sama tilgangi. Heppileg staðsetning baðstofunnar að húsabaki með tilliti til varmabúskapar er varla afgerandi. Það er vandséð af hverju stað- setning húss í norðurenda bæjartorfunnar eins og algengt er á Norðurlandi ætti að leiða til betri varðveislu hita. Hiti sem leitaði upp í baðstofurýmið ætti þá helst að berast frá eldhúsi, sem í flestum tilfellum er í veleinangraðri útbyggingu og um löng göng að fara. Athyglisvert er að langmesta hefð fyrir byggingu fjósbaðstofa, þar sem heimilisfólk nýtir sér hita frá kúm í fjósi undir baðstofugólfinu, er í Skaftafellssýslum á Suðurlandi, hlýjasta hluta landsins. Í lok 18. aldar birtist ritgerð séra Guðlaugs Sveinssonar í Vatnsfirði, „um húsa- eða bæjarbyggingar á Íslandi“, Lærdómslistaritin, 1791, um þróun torfbæjarins. Með ritsmíð Guðlaugs birtast þrjár tillögur að því sem hann kallar nýja húsaskipan. Róttækasta myndin sýnir þriggja bursta bæ þar sem gert er ráð fyrir að baðstofan sé í einni þessara frambursta. Hörður Ágústs son taldi þessa ritgerð hafa leitt til „byltingar“ í húsagerð á landinu, þá sérstaklega í yfirbragði og skipan húsa á Suðurlandi. (Ísl. þjóðmenning I bls. 281, 289–93) Hörður gerir sennilega of mikið úr áhrifum Guðlaugs og færir fyrir því ófullnægjandi skýringar af hverju áhrifa hans gætti lítið sem ekkert á Norðurlandi og „byltingin“ „fór einungis „hálfa leið““ á Austur- og Vesturlandi. Þessar breytingar, sem miðuðust einkum við meiri reglufestu á þilstöfnum og staðsetningu á baðstofu fremst í húsaröðinni, virðast hafa verið hafnar mun fyrr, og frekari þróun sennilega haldið áfram án afgerandi áhrifa frá hugmyndum Guðlaugs.11 Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (1772) er til að mynda þessi almenna athugasemd um húsagerð: „Húsin standa í laglegri röð. Þau eru græn og grasi vaxin að utan, rétt eins og um lystihús væri að ræða. Framhliðarnar eru hvítar eða rauðmálaðar með hveraleir“. (bls. 15) um hús í Skaftafellssýslu segir: „Húsum er fagurlega skipað á bæjum […] Bæirnir eru áfastir, og standa húsin öll í einni röð.“ (bls. 131) Ekki er ólíklegt að sjálft aðalíveruhúsið, baðstofan hafi verið í einu af þessum húsum eins og löngum hefur verið í mörgum landshlutum. Í bókinni er jafnframt birt mynd af þriggja bursta bæ sem sagður er meðalbær. Ekki er loku fyrir það skotið að á útvöldum prestsetrum megi greina alvarlegar tilraunir til aukinnar reglufestu í húsaskipan og yfirbragði, þó þilstafnar og gaflar hafi jafnóðum hlaupist undan merkjum í innbyrðis óreglu og þar með tryggð haldið við arfinn í yfirbragði, anda og efniskennd. Það er sama hvar páli er stungið niður í heimildavöll íslenska torfbæjarins, hvarvetna blasir við óregla, margbreytileiki á grunni afar lífseigs og íhalds- sams arfs. Það er einmitt fágunin í stöðnuninni og samræmið í margbreyti- leikanum sem er einkenni þessa arfs í heild sinni. Það er í fjölbreytileikanum sem styrkur hans birtist. Þess vegna engir tveir bæir eins og sjaldnast tvo hús eins í hverju bæjarþorpi. Á þeim stöðum þar sem gufubaðstofur voru ekki á bæjum, enda afar hæpið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.