Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 89

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 89
H e r ó d ó t u s i f y l g t ú r h l a ð i TMM 2014 · 1 89 leyti fram í vinnunni á Hvolsvelli og á Hellu en lítillega í sumarafleysingum á Akureyri. Ég gat haft allt Heródótið á bakvið heilsugæsluskjölin í tölvunni. Hverjum leitanda er á heilsugæslunni úthlutað tuttugu mínútum með lækni. Ég sá að ég gat gert þeim sama gagn á korteri og tuttugu mínútum. Síðustu fimm mínúturnar voru hvort sem er oftast bara baðstofuhjal. Ég tók því 5 mínútur framan af tíma hvers og eins leitanda og þannig varð þýðingin á Heródótusi til. Fyrstu tvö árin á Hvolsvelli voru auk þess mjög róleg hjá mér. Ég starfaði í næsta herbergi við mikinn berserk, Guðmund Benediktsson sem flúið hafði krabbameinslækningar og starfaði þarna við heilsugæslu. Var hann daglega með 38 viðtöl á stofu og 14 símtöl en ég með tvo á stofu og eitt símtal. Seinna sé hland fyrir hjartað í Guðmundi og þá fór að vera meira að gera hjá mér með áður áminnstu fimmmínútnafyrirkomulagi. Til hliðsjónar hafði ég nokkrar þýðingar á ensku, eina á frönsku, eina á spönsku, eina á ítölsku og eina á esperantó. Þessi tungumál getur maður kraflað í ef maður hefur lært ensku og latínu. Jafnframt hafði ég tvær þýðingar á þýsku til hliðsjónar og þá kom sér vel að hafa lært þýsku. Finnsku þýðinguna náði ég ekki í, hún kom út 1907 og er ófáanleg. um þýðingar á skandinavísku málin veit ég ekkert. Ensku þýðingarnar eru ærið misjafnar en misjöfnust er þýðing Rawlinsons frá Viktoríutímabilinu. Þegar þið farið að lesa Heródótus rekist þið á kaflann þar sem kona hafði mök við geithafur. Þessu sleppti Rawlinson að sjálfsögðu. Sumir muna að Heródótus spekúlerar í kynfærum kameldýra. Þeirri málsgrein sleppir Rawlinson líka. Öllum köflum sem fjalla um einhverjar kynsemdir sleppir Rawlinson annaðhvort eða skautar mjög hratt í kringum þá. Þýðingin eftir Henry Cary kom líka út á Viktoríutímanum en ekki fyrr en 1898 eða 28 árum eftir dauða þýðandans. Hann sleppir engu. En hann lærði líka lögfræði og varð dómari, síðan varð hann þunglyndur þegar móðir hans dó og lærði þá guðfræði, var síðan ráðinn kapellán í Drayton í Berkshire en var rekinn af því skopskyn hans og kímnigáfa voru ekki talin ná nokkurri átt. Hann hafði byrjað á klassískum fræðum fertugur og nú vek ég athygli á að ég byrjaði 32 ára. Cary flutti svo til Ástralíu og varð besti klassíkfræðingur þeirrar heimsálfu en samt ekki sá eini. Þá var hann kominn nógu langt frá kerlingunni Viktoríu. Þýðing Macauleys frá 1890 þykir nákvæm en dauðyflisleg. Donald Lateiner ritstýrir endurútgáfu hennar 2004 og nefnir að það sé þýðing Macauleys sem Almasy greifi les í bókinni eftir Mikael Ondaatje um enskan sjúkling. Það er sjálfsagt rétt en í kvikmyndinni sýndist mér á sínum tíma að hann héldi á þýðingu Carys. Það er samt svolítið erfitt að sjá það í myndinni. Í myndinni hoppar Almasy greifi líka með konu en fyrirmyndin, hinn raunverulegi Almasy greifi, elskaði einungis karlmenn. Spænski þýðandinn sem heitir ekki mjög spænsku nafni, Balasch, leggur mikið upp úr tengslunum við Hómer eins og ég og er mér því einstaklega hlýtt til hans. Ítalski þýðandinn heitir Sgroj, nafni sem ég er óvanur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.