Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Page 90
S t e fá n S t e i n s s o n 90 TMM 2014 · 1 Ég lauk þýðingunni aðfaranótt 14. febrúar 2010 kl 3:03. Steinunn Helgadóttir ljóðstafur hafði lesið hana jafnóðum og lauk lofsorði á. En það kom babb í bátinn þegar ég bar þýðinguna undir jarðbundnari yfirlesara. Ég hafði nefnilega snarað Heródótusi á íslensku sem stóð miðja vegu milli Sveinbjarnar Egilssonar og fornsagnanna. Hún var þó ekki með samræmdri stafsetningu fornri. Kristín systir mín og Aðalsteinn Ásberg réðu mér ein- dregið að færa þýðinguna til nútíðarmáls. Ég bar það undir Gyrði og Bjarna Harðar og voru þeir sammála að óséðu. Svona málnotkun getur verið dálítið óskilgetin, sagði annaðhvort Bjarni eða ég sjálfur en með mismunandi hreim. Ég vatt mér því í að umrita kverið og tók það eitt ár. Áðurnefnd Steinunn saknaði Gamla stíls og hið sama gerðu þrjár ölvaðar dúfur sem heimsóttu systur mína. En ég saknaði hans ekki. Ég var að endingu hneyksl- aður á sjálfum mér að hafa látið mér detta þetta í hug. Ég er feginn að Silja sá aldrei Gamla stíl, hún hefði tekið af mér hausinn. Núna er Gamli stíll á leið á Þjóðskjalasafnið í brúnum umbúðapappír sem bannað verður að rjúfa fyrr en 18. janúar 2058, daginn sem ég hefði orðið 100 ára hefði ég lifað. Þá munu starfsmenn safnsins opna pakkann og setja innihaldið kurteislega í rusladallinn. Næst var að finna útgefanda. Mér var vel til uppheima en öðrum forkólf- inum hafði ég kynnst lítillega gegnum Gyrði fyrir rúmum 20 árum. Ég bauð honum kverið til útgáfu. Hann svaraði snaggaralega: Ég á ekki tvær milljónir til að tapa á þér. Það sem hann vissi ekki og fékk heldur ekki að vita var að ég myndi ekki þiggja þýðingarlaun. Grískan er mín laxveiði og mitt golf. Ég veit ekki til að kollegarnir fái laun fyrir sín tómstundastörf. Flestir ekki, hygg ég. Þessu næst talaði ég við Silju og þótti henni ekki góðum liðsmanni ofaukið. Ég hafði alltaf verið ákveðinn að lesa allt kverið saman við frum- textaútgáfu Oxford Classical Texts og það tók eitt ár í viðbót. Þá var komið haust 2012. Silja las allan textann saman við þýðingu Robins Waterfields í Oxford World‘s Classics sem er nostursleg þýðing frá 1998. Kristján Árnason rannsakaði brot úr þýðingunni m.t.t. frumtexta og kvartaði ekki að ráði. Hann skaut því þó að mér að færa kveðskapartilvitnanir í textanum yfir í lausamál sem ég og gerði. Kristján kenndi mér þýsku á Laugarvatni. Ég fékk tvenn verðlaun í þýsku af því Þýskalöndin voru tvö. Í vor sem leið fékk svo Silja kveðju frá ungum klassíkfræðingi með nýbakað BA-próf sem bauðst til að lesa kverið yfir. Lét hann þess jafnframt getið að eftir því sem hann minnti væri Heródótus eitthvað það leiðinlegasta sem hann hefði lesið. Ég veit ekki hvernig honum datt í hug að hann fengi embætti yfirlesara. En vin- kona mín úr menntaskóla sem er kennari úti á landi var hugsi að ég skyldi vera 6 ár að þýða eina skitna bók. Það er nokkuð til í því. Ef ég hefði ekki tafið mig heilt ár með Gamla stíl hefðum við kannski lesið þetta fyrir ári. Ég gat ekki yfirfarið Heródótus 12 sinnum eins og Skaphundinn. Sá síðarnefndi er 27 bls. í frumtexta, Heródótus 774. En ég yfirfór hann 7 sinnum. Menn hafa spurt mig hvort þetta hafi ekki verið mikil vinna. Ég ræddi það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.