Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2014, Side 91
H e r ó d ó t u s i f y l g t ú r h l a ð i TMM 2014 · 1 91 við Nicholas lækni Cariglia á Akureyri sem í daglegu tali er kallaður Nick. Nick ólst upp hjá mafíunni í New York en gerðist hippi og vildi ekki fara í Víetnamstríðið. Faðir hans sem hafði barist í seinna stríði vissi að ekkert var gaman að vera í stríði og bauðst til að skjóta hann í hnéð svo hann yrði óhæfur til herþjónustu. Nick sagði: Hey, wait a minute, og flúði til Bologna á Ítalíu að læra læknisfræði. Hann er eini maðurinn sem ég þekki sem hefur fengið 10 í aðaleinkunn á kandídatsprófi í læknisfræði. Hann er límheili og fékk 10 í öllum prófunum. Íslenskir læknar segja: Iss, þetta hafa verið einhver létt próf þarna í Bologna. Borginni var þá stýrt af kommúnistum sem og lengi síðan, algert gósenland fyrir Nick. Seinna náðaði Jimmy Carter hann fyrir brotthlaupið. Þarna kynntist Nick stelpu frá Akureyri og hefur starfað á FSA s.l. 40 ár sem skituleggjandi, þ.e.a.s. hann fæst aðallega við ristilspeglanir. Hann er einlæglega ástfanginn af ristilspeglunum en hefur jafnframt iðkað laxveiðar síðan 1969. Ég spurði hann: Hefur þetta ekki verið mikil vinna? Jú, svaraði Nick, ef maður vill ná árangri í svona hobbíi verður maður að leggja mikla vinnu í það. Og hefurðu fengið borgað fyrir það? Nei, ég hef borgað með mér. Ég þarf ekki að borga með mér, sagði ég, ég fæ prósentur ef ein- hverjar verða. Ha? sagði Nick. Hann vissi ekkert hvað ég var að tala um. Ég sagði helst aldrei nokkrum lifandi manni frá þessu tómstundagamni mínu. Gríska getur stundum verið dálítið knosuð og maður rennir býsna blint í óséðan texta. Ég hef líkt því við að þótt maður kunni íslensku getur þurft talsverða yfirlegu áður en maður skilur dróttkveðnar vísur. Ég get nefnt dæmi: poll‘ oid‘ alópex, all‘ ekhínos hen mega þýðir orðrétt: Margt kann refur, en broddgöltur eitt mikið. Á latínu er þetta þýtt orðrétt, Multa novit vulpes, sed echinus unum magnum. Margt kann refur, en broddgöltur eitt mikið. Beina þýðingin er samt engin íslenska – og torskilin. Við verðum að þýða eitthvað á borð við: Refurinn kann margar brellur en brodd- gölturinn kann eina brellu mjög vel. Það var þegar rebba brást aldrei slíku vant bogalistin. Hann hafði þulið sínar mörgu brellur yfir broddgeltinum. Veiðihundar komu og átu refinn áður en honum tókst að beita þeim. Brodd- gölturinn gerði það eina sem hann kunni, setti sig í hnút. Hann slapp. Mér hefur stundum fundist þessi knosaða dróttkveðna grískuþýðing líkust því ef strengjafræðingur þyrfti að flytja úr sexvíðu Calabi-Yau rými inn í þrívíða stofu í raðhúsi á Akureyri. Reyndar líður strengjafræðingum best í ellefu víddum en það er önnur saga. Þannig er forngrískan. Menn hafa spurt mig: Hvað næst. Ég svara á móti: Klukkan hvað er næst. Ég hafði lengi staðið tvístígandi frammi fyrir Þúkýdídesi. Hann var arftaki Heródótusar með bók sinni sem heitir Pelópsskagastyrjöldin. Gallinn er bara sá að mér finnst Þúkýdídes ekki jafn skemmtilegur og Heródótus. Þúkýdídes var sjúklega afbrýðisamur alla ævi út í Heródótus og sneiðir að honum í bók sinni eins og ég kem inn á í eftirmála Rannsókna. Annan verri galla hefur Þúkýdídes þó, bókin er endaslepp. Hún endar á þremur punktum. Mér er ekki um endasleppar bækur. Sumir handritafræðingar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.