Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Blaðsíða 14
Frumherjar samvinnumanna ætluðu samvinnuhreyfing-
unni mikinn hlut. Þeir ætluðu að brjóta varanlega af al-
menningi verslunarhlekkina og voru sannfærðir um, að
til þess væri aðeins þetta ráð sem dygði, að fólkið tæki
sjálft verslunina í sínar hendur í frjálsum félagsskap og
innleiddi heilbrigða viðskiptahætti í samkeppni við þá, sem
viðskipti rækju í ábataskyni.
Enginn vafi er á því, að þeir framsýnustu ólu þær vonir
í brjósti, að hér væri jafnframt á ferðinni bylting í öllu
því, sem laut að almennum mannréttindum og jafnrétti
manna, enda varð sú raunin á. Þá var það sterkur þáttur
í þessu starfi að ná verslun og atvinnurekstri úr höndum
erlenda valdsins og styðja með því frelsisbaráttu þjóðar-
innar.
Um allt þetta stóðu mikil og hörð átök. Sumpart við
erlenda og hálferlenda valdið, sem hafði búið vel um sig,
og sumpart við þau öfl, innanlands, sem ekki vildu og
ekki vilja enn í dag, sætta sig við þá efnahagslegu sjálf-
stæðisbaráttu fjöldans, sem samvinnufélögin styðja og
hafa verið og eru í fararbroddi fyrir.
1 rauninni var stofnun og útbreiðsla kaupfélaganna upp-
haf þeirrar félagshyggjuhreyfingar á Islandi, sem mjög
hefur sett sitt mót á þjóðlífið. Frá samvinnuhreyfingunni
hafa alla tíð streymt áhrif félagshyggjunnar, sem í ótelj-
andi myndum kemur fram í þjóðarbúskap Islendinga.
Kaupfélögin innan Sambands íslenskra samvinnufélaga
eru nú næst fjölmennustu almannasamtök landsins, ein-
ungis verkalýðsfélögin innan Alþýðusambandsins eru
nokkuð fjölmennari. Fer vel á að nefna þessi fjöldasam-
tök almennings í sömu andránni — og það er mín skoðun,
að þau hafi lagt mest af mörkum til að hefja almenning
á Islandi til sjávar og sveita úr örbirgð til bjargálna. 1
því mikla verki hafa þessi samtök orðið samferða — og það
breytir því ekki, þótt árekstrar hafi ýmsir orðið á þeirri
löngu og erfiðu leið. Skiptir miklu að gera sér grein fyrir
því, að þessi miklu almannasamtök hafa hvort um sig sínu
sérstaka hlutverki að gegna í þágu almennings.
10