Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Page 86
Kristján Helgason. Sat SVS 19^—45. F.
21. 6. 1926 í Reykjavík og uppalinn þar
til 1931 en fluttist þá með foreldrum sín-
um að Hrúðurnesi í Leiru, og til Keflavíkur
1936 og átti þar heima síðan, d. 28.11.1946.
For.: Helgi Rögnvaldur Kristjánsson, f. 10.
7. 1890 að Brimisvöllum í Fróðárhreppi,
Snæfellsnesi, vélvirki í Reykjavík 1917—31,
sjómaður á skútum og vélstjóri á vélskip-
um, d. 1. 8. 1972, og Jórunn Magnúsína
Einarsdóttir, f. 3. 1. 1891 að Heimalandi í
Hraungerðishreppi, Árnessýslu, verka-
kona, d. 12. 11. 1966. — Lauk námi frá
Unglingaskóla Keflavíkur. Starfaði sem
deildarstjóri hjá Kf. Suðurnesja í Keflavík
vorið 1946. Starfaði mikið í skátahreyf-
ingunni frá 1936 til dauðadags. Var vel
ritfær og ritaði m.a. í Faxa, blað Suður-
nesja, 1944.
Ólafur Sverrisson. Sat SVS 191^3—45. F.
13. 5. 1923 að Hvammi í Norðurárdal,
Mýrasýslu og uppalinn þar. For.: Sverrir
Gíslason, f. 4. 8. 1885 að Innri-Fagradal í
Dalasýslu, bóndi í Hvammi, fyrsti form.
Stéttarsambands bænda 1945-63, d. 24. 3.
1967, og Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 24.
7. 1890 að Lundum í Stafholtstungum,
Mýrasýslu, húsmóðir, d. 18. 3. 1971. Maki
4. 6. 1949: Anna Ingadóttir, f. 29. 4. 1929
í Reykjavík, húsmóðir og síðustu ár starf-
að á dagheimili í Borgarnesi. Börn: Sverr-
ir, f. 28. 10. 1950, eðlisfræðingur í Þýska-
landi, Hulda, f. 5. 6. 1953, sjúkraþjálfari í
Bergen, maki: Stefán Stefánsson, nemi í
sögu í Bergen, Ingi, -f. 26. 12. 1954, nemi
82