Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Blaðsíða 56
aðsskólann að Laugarvatni. Hefur ein-
göngu stundað húsmóðurstörf. Verið starf-
andi innan kvennadeildar Rauða kross Is-
lands.
Sigrún Bergsteinsdóttir. Sat SVS 193—35.
F. 23. 4. 1917 að Árgilsstöðum í Hvol-
hreppi, Rangárvallasýslu og uppalin þar.
For.: Bergsteinn Kristjánsson, f. 28. 11.
1889 að Árgilsstöðum, bóndi þar, síðar
tollritari, d. 7. 7. 1974, og Steinunn Auð-
unsdóttir, f. 2. 7. 1894 að Eyvindarmúla
í Fljótshlíð. Maki 14. 10. 1938: Stefán
Nikulásson, f. 23. 4. 1915 í Vestmannaeyj-
um, skrifstofumaður. Barn: Bergsteinn, f.
6. 11. 1940, maki: Edda Rósa Níels. — Hef-
ur stundað verslunarstörf frá 1949 og hef-
ur síðan 1972 rekið barnafataverslunina
Berglind á Laugavegi 17 í Reykjavík.
Stefán Arnórsson. Sat SVS y.d. 1925—26
og e.d. 1931f—35. F. 23. 11. 1904 að Ballará
á Skarðsströnd, og uppalinn þar, og að
Hvammi í Laxárdal, Skagafirði, d. 13. 12.
1955. For.: Arnór Árnason, f. 16. 2. 1860
að Höfnum á Skaga, prestur að Felli í
Kollafirði, Strandasýslu, bóndi að Ballará
og prestur að Hvammi í Laxárdal, d. 24.
4. 1938, og Ragnheiður Eggertsdóttir, f.
28. 9. 1862 að Kollafjarðarnesi í Stranda-
sýslu, d. 1. 1. 1937. Maki 2. 8. 1950: Guð-
rún Jósteinsdóttir, f. 9. 4. 1918 að Bolla-
stöðum í Hraungerðishreppi, Árnessýslu,
52