Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 145
ríkisins að Tumastöðum. Vann í tvö ár á
fríhelgarvöktum við Sigölduvirkjun, hefur
frá 1968 unnið af og til við ýmis störf hjá
Kf. Rangæinga á Hvolsvelli og frá 1976
starfað á skrifstofu þess.
Guðrún Gestsdóttir. Sat SVS 1963—65. F.
12. 4. 1945 í Borgarnesi og uppalin þar.
For.: Gestur Kristjánsson frá Hreðavatni,
f. 3. 11. 1910 að Tungu í Hörðudal, skrif-
stofumaður hjá Kf. Borgfirðinga í Borg-
arnesi, og Guðríður Helgadóttir, f. 3. 12.
1923 að Unaðsdal í N.-ísafjarðarsýslu,
verslunarstörf hjá Kf. Borgfirðinga í Borg-
arnesi. Maki 2. 12. 1967: Viðar Þorsteins-
son, f. 25. 7. 1945 að Vatnsleysu í Biskups-
tungum, skrifstofustjóri hjá Búnaðarfélagi
Islands. Börn: Gestur, f. 14. 12. 1968, Dag-
mar, f. 10. 11. 1970, Þorsteinn, f. 23. 10.
1974. — Tók landspróf í Borgarnesi 1961.
Starfaði hjá Kf. Borgfirðinga á sumrum
1959—65 og veturinn 1962—63. Hjá Trygg-
ingarstofnun ríkisins í Reykjavík 1965 til
vors 1967, einnig 1973—74 og í hálfu starfi
þar frá 1978. Starfaði hjá útibúi Kf. Ár-
nesinga á Laugarvatni 1967—70. Faðir,
Gestur Kristjánsson, sat skólann 1928—
29, maki, Viðar Þorsteinsson, 1963—65.
Gunnar Jónsson. Sat SVS 1963—65. F. 28.
2. 1945 í Borgarnesi og uppalinn þar. For.:
Jón Sigurðsson, f. 11. 3. 1904 í Borgarnesi,
verslunarmaður, og Sigríður S. Sigurðar-
dóttir, f. 31. 5. 1903 í Borgarnesi, hús-
móðir. Maki 8. 3. 1967: Herdís Viggósdótt-
ir, f. 23. 6. 1945 að Rauðanesi í Mýrasýslu,
húsmóðir. Börn: Jón Viggó, f. 1. 10. 1969,
141