Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Síða 16
reynst á mörgum sviðum fordæmi og reynsla samvinnu-
hreyfingarinnar.
Þegar Sambandið tók að annast alhliða viðskipti fyrir
kaupfélögin blossuðu upp heiftúðugar deilur, sem helst
líktust átökunum við sjálft upphaf kaupfélaganna og voru
þá háðar miklar orustur um það, hvort samvinnuhreyf-
ingin, kaupfélögin ætti að geta orðið óháð verslunarvald-
inu eða ekki. Það átti að kæfa Sambandið í fæðingunni.
Það tókst ekki, en deilan um viðskiptamálin stendur enn,
sem ósjaldan má sjá og heyra í furðulegum árásum á Sam-
bandið og samvinnuhreyfinguna.
Sambandið setti á fót almenna heildsölu í Reykjavík
1917. Samvinnuskólann teljum við stofnaðan 1918. Sókn
á báðum höfuðvígstöðvum samvinnuhreyfingarinnar í við-
skiptum og fræðslu- og félagsmálum fylgist því að.
Frumherjar samvinnumanna gerðu sér fulla grein fyrir
því, að félags- og fræðslustörf um landið allt og innan sam-
vinnufélaganna síðan, jafnóðum og þau komu til, var ó-
missandi undirstaða þess, að samvinnufélögin gætu orðið
sú lyftistöng í kjara- og mannréttindamálum, sem að var
stefnt.
Þegar hér var komið, hafði áratugum saman, verið
rækt fyrirlestrarstarf um landið þvert og endilangt, nám-
skeið verið haldin og tímarit gefið út. En nú fannst mönn-
um meira þurfa til að koma og ekki minna duga en að
stofna Samvinnuskóla og var það einn liður þeirrar stór-
sóknar, sem nú var að hefjast.
Um þessar mundir voru þeir Hallgrímur Kristinsson og
Jónas Jónsson fremstir í fylkingu samvinnumanna.
Jónas Jónsson hafði árum saman undirbúið jarðveginn
í fræðslumálum samvinnumanna og sýnt fram á nauðsyn
þess að stofna skóla fyrir samvinnuhreyfinguna, gert grein
fyrir hlutverki hans og starfsháttum.
Nú var stundin komin. Rétti tíminn til þess að ýta úr
vör — ekki út í lognið og ládeyðuna — heldur í það hafrót,
sem geisaði um hina ungu, gunnreifu samvinnuhreyfingu,
sem var í þann veginn að hefja nýja sókn, sem víða kom
12