Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 183
skrifstofustörf hjá Dairy Queen ísbúðunum
á sumrin 1975 og 1976, hjá Ferðaskrifstofu
ríkisins sumrin 1976, 1977 og 1978.
Vilhjálmur Pétursson. Sat SVS 1973—75.
F. 18. 6. 1952 að Stóru-Borg í Vestur-Ilúna-
vatnssýslu og uppalinn þar. For.: Pétur
Aðalsteinsson, f. 12. 8. 1920 að Stóru-Borg,
ráðsmaður við sjúkrahúsið á Hvamms-
tanga, og Margrét Björnsdóttir, f. 22. 3.
1919 að Litlu-Borg í Vestur-Húnavatns-
sýslu, húsmóðir. Maki 18. 6. 1976: Anna
Jónasdóttir, f. 26. 7. 1955 í Borgarnesi,
húsmóðir. Barn: Jónas Þór, f. 24. 3. 1972.
— Lauk landsprófi frá Héraðsskólanum að
Reykjum í Hrútafirði 1969. Kennari við
Grunnskóla Hvammstanga 1975—76, skrif-
stofumaður hjá Kf. Borgfirðinga í Borgar-
nesi 1976—77, kennari við Grunnskóla
Hvammstanga frá 1977. Maki, Anna Jón-
asdóttir, sat skólann 1974—76.
Ævar Ákason. Sat SVS 1973-75. F. 17.
12. 1955 á Húsavík og uppalinn þar. For.:
Áki Karlsson, f. 30. 4. 1928 að Eyvík á
Tjörnesi, verslunarmaður í Reykjavík, og
María Jóhannsdóttir, f. 18. 7. 1928 að
Tunguseli í Sauðaneshreppi á Langanesi,
heimilishjálp á Húsavík. — Lauk gagn-
fræðaprófi frá Barna- og gagnfræðaskóla
Húsavíkur 1972, starfaði við fiskvinnslu-
störf hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur 1971,
verkamaður hjá Húsavíkurkaupst. 1972—
73, flokksstj. við gatnagerð á Húsavík sum-
179