Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 23
Ölafur Veturliði Bjarnason, f. 22. 4. 1874
að Vaðli á Barðaströnd, skipstjóri á skip-
um frá Bíldudal, d. 8. 8. 1936, og Kristjana
Guðmundína Halfdánardóttir, f. 8. 4. 1876
að Hvallátrum, ljósmóðir, d. 28. 8. 1953. —
Var við nám hjá sr. Böðvari Bjarnasyni á
Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hætti námi
vegna veikinda og var síðustu árin á heilsu-
hæli í Danmörku.
Björn Pálsson. Sat SVS e.d. 192^—25. F.
25. 2. 1905 að Snæringsstöðum í Svína-
vatnshreppi, A.-Húnavatnssýslu og uppal-
inn þar. For.: Páll Hannesson, f. 2. 1. 1870
að Eiðsstöðum í Blöndudal, A.-Húnavatns-
sýslu, bóndi að Snæringsstöðum og síðar
að Guðlaugsstöðum í Blöndudal, d. 2. 2.
1960, og Guðrún Björnsdóttir, f. 10. 3. 1875
að Grímstungu í Vatnsdal, húsmóðir, d. 1.
4. 1955. Maki 24. 5. 1945: Ólöf Guðmunds-
dóttir, f. 10. 3. 1918 í Flatey á Skjálfanda,
húsmóðir. Börn: Áslaug, f. 1. 7. 1945, Guð-
rún, f. 14. 1. 1947, Páll, f. 22. 10. 1948,
Guðmundur, f. 29. 4. 1950, Halldór, f. 9.
4. 1953, Hafliði Sigurður, f. 19. 4. 1954,
Björn, f. 14. 7. 1955, Þorfinnur Jóhannes,
f. 18. 11. 1956, Brynhildur, f. 19. 3. 1958,
Böðvar, f. 2. 12. 1959. — Varð búfræðingur
frá Hólum í Hjaltadal 1923. Fór námsferð
til Noregs og Danmerkur 1927. Kynnti
sér sauðfjárrækt í Ástralíu og á Nýja-Sjá-
landi 1928—29. Bóndi að Ytri-Löngumýri í
Svínavatnshreppi frá 1930, jafnframt
kaupfélagsstjóri Kf. Skagstrendinga á
Skagaströnd 1955—60, stofnaði útgerðar-
félagið Húnvetning h.f. 1957 og Húna h.f.
1962 og rak útgerð um margra ára skeið.
19