Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 160
holtl á'Kjalarnesi, húsmóðir. Maki 3. 2.
1968: Björn Sverrisson, f. 6. 10. 1944 í
Reykjavík, vélstjóri við Sigölduvirkjun.
Börn: Indriði, f. 7. 11. 1967, Erla Soffía, f.
29. 4. 1970, Kolbrún, f. 7. 4. 1974. - Tók
landspróf í Reykjavik. Starfaði hjá Skipa-
deild SlS sumarið 1964 og 1965—66, á
Endurskoðunarskrifst. Björns Steffensen
og Ara Ó. Thorlacius frá 1967—69 og af og
til 1971—76. Hefur síðan verið húsmóðir.
Móðir, Sólveig Jónsdóttir, sat skólann 1924
—26. Aðrar heimildir: Ættir Þingeyinga
I. bindi, bls. 241, Vélstjóratal, bls. 74.
Sveinn Frímann Jóhannsson. Scit SVS 1963
—65. F. 26. 12. 1944 í Reykjavík og upp-
alinn þar. For.: Jóhann Pálsson, f. 13. 3.
1912 í Bolungarvík, pípulagningarmeistari
í Reykjavík, d. 2. 8. 1977, og Guðrún Krist-
jana Elíasdóttir, f. 12. 1. 1916 í önundar-
firði, ræstingakona. Barn: Heiðar, f. 15. 9.
1968. Móðir: Bára G. Steinsdóttir frá Isa-
firði. — Gagnfræðingur frá Gagnfræða-
skóla Austurbæjar, enskunám í Bourne-
mouth í Englandi í sex mánuði 1960. Vann
í fimm ár eftir Samvinnuskólann við versl-
unar- og skrifstofustörf. Lærði pípulagn-
ingar hjá föður sínum og sat Iðnskólann
í Reykjavík í því fagi. Starfar nú sem pípu-
lagningameistari í Reykjavík í félagi við
bróður sinn.
Sævar Þór Sigurgeirsson. Sat SVS 1963—
65. F. 24. 4. 1945 að Skeggjastöðum í Mið-
firði, V.-Húnavatnssýslu og uppalinn þar.
For.: Sigurgeir F. Jónatansson, f. 27. 4.
1902 að Reykjum í Hrútafirði, V.-Hún.,
156