Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1980, Side 78
dóttir, f. 30. 9. 1923 í Reykjavík, starfar
hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Börn:
Már, f. 4. 12. 1944, lögfr., starfsmanna-
stjóri Flugleiða, maki: Sigrún Andrésdótt-
ir, d., Guðríður Unnur, f. 17. 3. 1947, flug-
freyja hjá Flugleiðum, Gunnhildur, f. 22.
11. 1950, félagsfræðingur, maki: Björn Jó-
hann Björnsson, verkfr. — Stundaði nám
við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Var er-
indreki Sjálfstæðisflokksins 1946—61,
framkvæmdastjóri Verkalýðsmálaráðs
Sjálfstæðisflokksins 1961—71, forstöðu-
maður Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar
frá 1971. Sat í borgarstjórn Reykjavíkur
1966—70, varaborgarfulltrúi 1958—62 og
1970—74. 1 stjórn Húsnæðismálastofnunar
ríkisins frá 1966 og formaður í sex ár. 1
stjórn Verkamannabústaða í Rvík frá
1970, í hafnarstjórn 1966—70, í stjórn
veitustofnana Reykjavíkur 1966—74 og
setið í fjölda annarra nefnda. Ritað fjöl-
margar greinar um ýmis efni í blöð og
tímarit. Starfaði i Umf. Reykjavíkur 1944
—50 og keppti á mörgum frjálsíþróttamót-
um fyrir félagið og önnur íþróttafélög á
þeim árum. Aðrar heimildir: Isl. samtíð-
armenn, 1965.
Gunnar Stefánsson. Sat SVS 1944—45- F.
16.12.1922 í Vestmannaeyjum og uppalinn
þar. For.: Stefán Guðlaugsson, f. 6. 12.
1888 í Vestmannaeyjum, skipstjóri og út-
vegsbóndi, d. 13. 2. 1965, og Sigurfinna
Þórðardóttir, f. 21. 7. 1883 að Hellum í
Mýrdal, húsfrú, d. 13. 11. 1968. Maki 20. 4.
1947: Elín Árnadóttir, f. 18. 9. 1927 í Vest-
mannaeyjum, verslunarkona. Börn: Leifur,
74